Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2007 10:14

Hugur í Óðalskrökkum vegna Jólaútvarpsins

Dagana 10. til 14. desember verður hið árlega Jólaútvarp Félagsmiðstöðvarinar Óðals í Borgarnesi. Það er orðin fastur liður í menningarlífi Borgfirðinga á jólaföstunni og eftir því beðið. Útvarpið er sent út á tíðninni FM 101,3 og verður einnig á netinu á heimasíðu Óðals; www.odal.borgarbyggd.is. Að sögn Ólafs Þórs Jónssonar, formanns Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður jólaútvarpið í ár sent út fimm daga í stað fjögurra áður. “Þessi viðburður hefur skipað stóran sess í jólaundirbúningnum hér í Borgarnesi. Okkar frábæru auglýsingar eru á allra vörum, en þær eru flestar frumsamdar af krökkunum í 8.-10. bekk og er alltaf settur allur metnaður í auglýsingagerðina. Meðal dagskrárliða í útvarpinu má nefna Pallborðsumræður sem fara fram á föstudeginum strax eftir fréttir. Þar koma helstu máttarstólpar sveitarfélagsins og þeir spurðir spjörunum úr í spjallþætti.

Við fáum svo einhvern einstakling í viðtal. Til dæmis í fyrra fengum við Kjartan Ragnarson og reyndist það verða mjög skemmtilegt viðtal enda komu þeir KK og Einar Kárason með honum. Þá kom Ingvar E. Sigurðsson leikari í heimsókn en þá hafði hann einmitt nýlega slegið í gegn í Mýrinni.”

Ólafur Þór segist gera ráð fyrir að útvarpið í ár verði afar skemmtilegt. “Það er mikil eftirvænting komin í hópinn og undirbúningur er þegar farinn af stað. Það ætla allir að hafa þetta sem skemmtilegast fyrir sig og auðvitað alla hlustendur líka,” sagði Ólafur Þór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is