Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2007 04:12

Ræddu réttarstöðu fólks í sambúð

Fyrir nokkru stóð hópur kvenna í verkefninu Lifandi landbúnaður á Snæfellsnesi fyrir fyrirlestri að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem til umfjöllunar var réttarstaða fólks í sambúð. Fyrirlesari var María Magnúsdóttir héraðsdómslögmaður en hún rekur PACTA málflutning & ráðgjöf í Borgarnesi. Þóra Kristín Magnúsdóttir á Hraunsmúla í Staðarsveit, sem er lykilkona hjá Lifandi landbúnaði á Snæfellsnesi, segir að tilefni þessa fyrirlestrar hafi verið það að konur voru að hittast á fundum vegna verkefnins “Byggjum brýr” á vegum Lifandi landbúnaðar og í þeirra hópi kom upp umræða um það óöryggi sem fylgir því að vera í óvígðri sambúð.

“Það er kannski meira óöryggi sem fylgir því að búa í óvígðri sambúð sé maður búsettur í sveit. Það felst í að víða til sveita er allur búrekstur og eignir skráðar á annan aðilann og í flestum tilfellum er það á karlmanninn. Skapar það mikið óöryggi hjá hinum aðilanum því að ef eitthvað kemur upp á, svo sem sambandsslit eða andlát, þá er sá aðili sem ekki er skráður fyrir eignunum í vondum málum því í óvígðri sambúð gilda ekki sömu reglur og ef um hjón væri að ræða. Helmingaskiptaréttur gildir t.d. ekki. Þá er engin erfðaréttur á milli sambúðarfólks. Ekki réttur til setu í óskiptu búi og engin gagnkvæm framfærsluskylda. Þá gilda ekki reglur sem takmarka heimild annars maka til að selja eða veðsetja eignir sem notaðar eru fyrir heimili fjölskyldunar,” sagði Þóra Kristín.

Hún segir að það sé mjög þarft að koma af stað umræðu um þessi mál því að það getur oft á tíðum verið mjög erfitt fyrir fólk að búa við þetta óöryggi og að makinn, sem allar eignir eru skráðar á, geri sér einnig grein fyrir því að það skapar óöryggi að búa í óvígðri sambúð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is