Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2007 04:33

Omnis er nýtt nafn á Tölvuþjónustu Vesturlands

Tölvuþjónusta Vesturlands mun frá og með næsta laugardegi, 1. desember, heita Omnis. Nafnbreytingin kemur í kjölfar mikilla sviptinga sem fyrirtækið hefur átt þátt í að undanförnu. Það ferli hófst 1. ágúst í sumar þegar TV sameinaðist Samhæfni í Reykjanesbæ. Sameinað fyrirtæki þessa aðila keypti síðan nú í byrjun mánaðarins Rafeindatækni í Reykjanesbæ. Nýja nafnið, Omnis, er fengið úr latínu, og þýðir “allt.” 

„Það segir eginlega allt sem segja þarf um fyrirtækið. Við erum með mjög breytt vöruúrval. Hjá okkur færðu allt sem viðkemur upplýsingatækni og vörur fyrir skrifstofuna,“ segir Bjarki Jóhannesson sölu- og markaðsstjóri Omnis í samtali við Skessuhorn.

Omnis verður með starfsstöðvar á Akranesi, Borgarnesi, í Reykjanesbæ auk þess að verða með útibú í Reykjavík. Þeir Omnismenn fara því í hina áttina, ef svo má segja, í samanburðinum við fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið að opna útibú á landsbygðinni, svo sem á Akranesi og í Borgarnesi.

 

„Við erum landsbyggðarfyrirtæki fyrst og fremst. Okkar slagorð er: „Upplýsingatækni í heimabyggð“ og segir það heilmikið um okkar áherslur og eignarhaldið í fyrirtækinu,“ segir Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri. Hann segir að Omnis sé með mjög öfluga þjónustudeild og muni áfram leggja mikla áherslu á verkstæðis- og fyrirtækjaþjónustu auk veglegrar verslunarstarfsemi.  Hjá fyrirtækinu starfa 17 manns, en til samanburðar voru tveir starfsmenn hjá Tölvuþjónustu Vesturlands fyrir einungis ári síðan.

 

Í tilefni nafnabreytingarinnar mun Omnis bjóða upp á ýmiss tilboð í vikutíma frá 1. desember. Tilboðin eru meðal annars kynnt í þessu blaði Skessuhorns.

 

Mynd: Eggert Herbertsson og Bjarki Jóhannesson hjá Omnis, áður Tölvuþjónustu Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is