Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2007 11:29

Frábær stemning hjá Þjóðlagasveitinni

Þeir segja gjarnan sigursælu íþróttamennirnir þegar þeir fagna titlum og eru spurðir þeirrar klassísku spurningar, hvernig þessi titill sé nú í samanburði við þá fyrri: “Sá nýjasti er nú alltaf sætastur.” Pistilritari var einmitt að velta þessu fyrir sér, í yfirfærðri merkinu þó, þegar hann var á leið út af tónleikum Þjóðlagasveitar Tónlistarskóla Akraness sl. fimmtudagskvöld. Ég man varla eftir því að hafa verið á svona skemmtilegum tónleikum, virkilega notaleg líðan meðan á þeim stóð. Það er greinilegt að Þjóðlagasveitin stendur algjörlega undir því góða orðspori sem af sveitinni hefur farið. Þarna er samankominn ótrúlega góður hópur, ekki aðeins frábærra hljóðfæraleikara heldur syngja stúlkurnar líka eins og englar.

Þetta voru aðrir útgáfutónleikar Þjóðlagasveitarinnar, en diskurinn nýi; „Milli tveggja heima,“ var ekki kominn til landsins þegar þeir fyrri voru haldnir 8. nóvember sl. Og sjálfsagt hefur diskurinn rokið út í hléinu á tónleikunum, sérstaklega eftir að hinn líflegi og skemmtilegi stjórnandi Þjóðlagasveitarinnar S. Ragnar Skúlason sagði: „Svo er bara að kaupa, kaupa, kaupa, kaupa.”

Það var eiginlega allt skemmtilegt við þessa tónleika og ekki þarf að kvarta yfir því að tónlistin skili sér ekki í nýja salnum Tónbergi. Kynningarnar góðar og lagavalið á diskinum frábært, en það byggir á þeim efnisskrám sem settar voru saman vegna fjögurra tónleika Þjóðlagasveitarinnar í Borgarleikhúsinu og Bíóhöllinni á sínum tíma. Gegnum gangandi eru þetta til skiptis hröð og róleg lög og á stundum tengd saman með ljóðum, til að ná fram listrænu yfirbragði, eins og Ylfa Flosadóttir einsöngvari sveitarinnar kynnti. Þessi ljóð eru meðal annars „Landið dökka“ eftir stjórnandann Ragnar Skúlason og „Hótel jörð“ eftir Tómas Guðmundsson.

Það sem gerir flutning Þjóðlagasveitarinnar ekki síst svo skemmtilegan, er að þessar glæsilegu stúlkur virðast hafa svo gaman af  því sem þær eru að gera, það sýndu bros þeirra af og til. Og þrátt fyrir þeirra hæfni er greinilegt að stjórnandinn á stóran þátt og nær að virkja sinn hóp vel.

Fiðlutónlistin kallar fram „feeling“ eins og maður kannaðist við frá þeim írsku „Döblíners.“ Vonandi heldur Þjóðlagasveitin áfram að starfa um ókomin misseri og ár.

 

-þá

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is