Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2007 08:32

Hagnaður Spalar var 282 milljónir króna

Spölur ehf., eigandi Hvalfjarðarganganna, hagnaðist um 282 milljónir króna eftir skatta á nýliðnu rekstrarári, en rekstrarárið var frá 1. október til 30. september sl. Á rekstrarárinu þar á undan var ríflega 8 milljóna króna hagnaður á rekstri félagsins. Meginskýring á breyttri afkomu er sú að verðbólga var minni á síðasta rekstrarári félagsins en á árinu þar áður. Þá nýtur félagið gengishagnaðar í nýjum ársreikningi en sætti hins vegar gengistapi í reikningni ársins þar áður. Tekjur af veggjaldi voru ríflega einn milljarður króna á síðasta rekstrarári en 995 milljónir króna árið þar á undan. Þær jukust með öðrum orðum um 3,5%. Rekstrarkostnaður Spalar hækkaði um tæplega 12% frá fyrra ári og var 229 milljónir króna. Skuldir Spalar minnkuðu um tæplega 9% á rekstrarárinu, úr rúmum 4,8 milljörðum í lok september 2006 í 4,4 milljarða króna í september 2007.

Í tilkynningu Spalar til kauphallarinnar OMX er haft eftir Gylfa Þórðarsyni, framkvæmdastjóra félagsins, að heildarafkoman sé vel í takt við áætlanir. Á rekstrarárinu 2006-2007 fóru 1.996.000 bílar um Hvalfjarðargöng, 9% fleiri en árið þar á undan. Þetta svarar til þess að sólarhringsumferð hafi verið 5.470 bílar. Meðaltekjur Spalar af umferðinni hafa lækkað að nafnverði og raunverði. Veggjaldið var lækkað á síðasta rekstrarári og hlutfallslega fleiri viðskiptavinir félagsins nota sér áskriftar- og afsláttarkjör en nokkru sinni fyrr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is