Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2007 06:17

Ottósskákmótið í Ólafsvík

Stórmeistarinn Henrik Danielsen sigraði á sjötta Ottósmótinu sem fram fór í félagsheimilinu í Klifi í Ólafsvík um helgina.  Henrik varð jafn Jóni Viktori Gunnarssyni og afmælisbarninu Sigurbirni Björnssyni, en hafði betur í aukakeppni.  Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sigraði í kvennaflokki, Eiríkur Örn Brynjarsson í unglingaflokki, Daði Ómarsson í flokki skákmanna með minna en 2000 skákstig og Sigurður Örn Scheving í flokki heimamanna. Auk þess voru veitt fjölmörg aukaverðlaun og meðal annars var dregið í happdrætti þar sem boðið var upp á gistingu og kvöldverð á Hótel Búðum.

Mjög góða þátttaka var að venju á mótinu, eða 71 keppandi. Vegleg verðlaun eru jafnan á Ottósmótinu. Þá var ókeypis rútuferð frá Reykjavík með keppendur. 

 

Sex ára keppandi

Það vakti mikla athygli á mótinu að ungur piltur, Gylfi Örvarsson 6 ára, tók þátt í mótinu. Er þetta fyrsta mót Gylfa, enda nýbyrjaður að tefla. Stóð hann sig vel og náði jafntefli við Gunnar Gunnarsson frá Ólafsvík og kom þannig í veg fyrir að Gunnar yrði efstur heimamanna. Í sinni fyrstu skák á mótinu réðist Gylfi ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, því engin önnur en forseti Skáksambands Íslands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, settist á móti honum. Mátti forsetinn hafa sig alla við að vinna skákina. Sagði Guðfríður Lilja í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið hörkuskák og Gylfi hafi komið henni á óvart með skemmtilegum leikfléttum. “Það er gaman að sjá svona ungt fólk hafa áhuga á taflmennsku og er Gylfi gríðarlegt efni. Tíminn vinnur með honum enda ungur að árum,“ sagði Guðfríður Lilja.

Að launum hlaut Gylfi vegleg verðlaun fyrir að vera yngsti keppandinn í mótinu.

 

 

Á efri myndinni eru efstu menn á mótinu ásamt stjórnarmönnum Taflfélags Snæfellsbæjar.

 

Á neðri myndinni er Gylfi að þakka Guðfríði Lilju, forseta Skáksambandsins fyrir skákina.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is