Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2007 11:51

Vesturlandsliðin í ham í byrjun aðventunnar

Vesturlandsliðin voru svo sannarlega í ham þegar 9. umferðin var spiluð um helgina. Bæði Skallagrímur og Snæfell unnu góða sigra á Suðurlandsliðum sem eru í efri hluta deildarinnar. Skallagrími tókst með baráttu að sigra Njarðvíkinga þegar liðið kom í heimsókn í Borgarnes á sunnudagkvöldið og á sama tíma gerði Snæfell góða ferð til Grindavíkur. Snæfellingar með Hlyn Bæringsson í broddi fylkingar unnu góðan sigur og vonandi eru þeir komnir á sigurbraut á ný eftir fremur brösugt gengi að undanförnu.

Baráttusigur á Njarðvíkingum í Fjósinu

Skallagrímsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn í Fjósið. Mjög öflug liðsheild skilaði góðum sigri 90:82. Skallagrímur virðast nú vera kominn á góða siglingu í deildinni ef dæma má leik liðsins, sem var þó án Axels Kárasonar, sem verið hefur einn besti maður liðsins undanfarið. Meira jafnvægi virðist þó ennþá skorta á leik liðsins.

Borgnesingar byrjuðu af krafti og hittu vel fyrir utan ásamt því að spila góða vörn. Greinilegt að mikil stemning var í herbúðum heimamanna. Allan Fall setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhluta. Boltinn gekk vel á milli Skallagrímsmanna og bakverðir liðsins voru að keyra meira að körfunni en oft áður. Njarðvíkingar voru í basli og komust lítt áleiðis. Það var hinn unga Jóhann Ólafsson sem hélt þeim á floti í byrjun. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24:15.

Annar leikhluti byrjaði á svipuðum nótum. Darrel Flake átti tilþrif kvöldsins er hann tróð yfir Friðrik Stefánsson og fékk villu að auki. Um miðbik leikhlutans kom svo slæmur kafli hjá Skallagrími þegar lítið gekk í sókninni. Tók þá að örla á óþolinmæði og slæmum ákvörðunum. Njarðvíkingar náðu samt ekki að nýta sér það sem skyldi, minnkuðu þó muninn í eitt stig, en Skallagrímsmenn náðu muninum aftur upp fyrir leikhlé. Má þakka það að varnaleikurinn var góður nær allan tímann. Skallagrímur var 12 stigum yfir í leikhléi, 47:35

Það var eins gott að forustan var þetta því þriðji leikhlutinn var mjög slappur að hálfu heimamanna, sóknarleikurinn tilviljanakenndur og stirður. Leikmenn voru seinir aftur og einbeitingin ekki til staðar. Njarðvíkingar gengu á lagið og tókst að komast yfir 60:61. Brenton Birmingham var traustur á þessum tímapunkti fyrir Njarðvík. Þegar staðan var orðin þessi var eins og Skallagrímsmenn vöknuðu af dvalanum. Þeim tókst að rífa sig upp úr lægðinni þannig að  leikurinn hélst jafn og staðan eftir þriðja leikhluta var 60:61 fyrir Njarðvík.

Fjórði leikhluti var æsispennandi og lítið skildi á milli allt fram á síðustu mínútur. Skallagrímsmenn voru þó jafnan skrefinu á undan. Leikurinn hélst svo nokkuð jafn, Skallagrímur var svona 2 til 5 stigum yfir og það var ekki fyrr en ein og hálf mínúta var eftir sem að skylja fór í sundur. Pálmi Sævarsson átti mjög mikilvæga körfu þar sem hann af baráttu hirti frákastið eftir misheppnað skot sitt og fékk villu að auki. Njarðvíkingarnir stóðust ekki álagið og klikkuðu úr sínum skotum. Skallagrímur tók mikilvæg fráköst, Njarðvíkingar brutu, en vítin rötuðu niður hjá heimamönnum og þar með var sigurinn öruggur, 90:82.

Frábær sigur hjá heimamönnum á feiknarsterku liði Njarðvíkinga sem átti þó ekki sinn besta dag. Milojica Zekovic var stigahæstur Skallagrímsmanna með 27 stig en Darrel Flakevar með 20 stig og 18 fráköst. Ekki verður hægt að tala um þennan leik án þess að minnast á þátt Óðins Guðmundssonar, sem lék feykigóða vörn á Brenton Birmingham og nældi sér í 5 stig. Aðrir sem skoruðu drjúgt voru Allan Fall með 23 stig og 6 stoðsendingar. Hafþór Gunnarsson skoraði 6 stig, átti jafnmargar stoðsendingar og tók 3  fráköst. Pálmar skorði 5 stig og tók jafnmörg fráköst. Pétur M. Sigurðsson var með 4 stig.

Hjá Njarðvík var Brenton stigahæstur með 20 stig, Jóhann Ólafsson með 12, Sverrir Þór Sverrisson 9 stig, 6 stoðsendingar og stal 5 boltum.

 

 

Hlynur fór á kostum í Röstinni

 

Snæfellingar voru sprækir í Röstinni í þegar þeir sigruðu heimamenn í Grindavík 82:95. Gestirnir úr Hólminum byrjuðu leikinn miklu betur og voru fljótlega komnir í stöðuna 2:13. Igor Beljanski í liði Grindavíkur var til að mynda kominn með tvær villur eftir 21 sekúndu af leiknum og mikill doði virtist vera yfir heimamönnum. Heimamenn vöknuðu þó fljótlega til lífsins og eftir fyrsta fjórðung voru einungis 5 stig sem skildu liðin, 23:28 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn vera mættir til leiks og komust fyrst yfir í stöðunni 40:39. Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á forystunni og endaði með því að jafnt var í leikhléi, 51:51.

Adam Darboe í liði Grindavíkur fékk fljótlega í þriðja leikhluta sína fjórðu villu og spilaði nánast ekkert það sem eftir lifði fjórðungsins. Snæfellingar komu sterkir til leiks eftir leikhléið og komust fljótlega í 4 til 8 stiga forystu. Heimamenn voru aldrei langt undan, en Snæfell var alltaf með frumkvæðið í leiknum og leiddi með 8 stigum í lok þriðja leikhluta 68:76.

Í síðasta leikhlutanum reyndu Grindvíkingar hvað þeir gátu til að minnka muninn, en með herkænsku Justin Shouse í sóknarleik Snæfells bar það ekki árangur. Snæfellingar voru með heljartök á leiknum og heimamenn stóðust ekki álagið. Til marks um taugatitring þeirra fékk Þorleifur Ólafsson tæknivíti fyrir kjaftbrúk í stöðunni 74:80. Snæfell kláraði svo dæmið með öguðum leik og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir heimamanna, enda var þetta einfaldlega ekki þeirra dagur. Vörn Grindvíkingar hriplak og gestirnir, sérstaklega Hlynur, nýttu sér það til fulls. Sem fyrr segir 82:95 sigur gestanna og áttu þeir það fyllilega skilið.

Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells, skoraði 27 stig og tók 14 fráköst. Jostin Shouse og Sigurður Þorvaldsson voru líka mjög góðir. Shouse skoraði 23 stig, átti 7 stoðsendingar og 3 fráköst. Sigurður skoraði einnig 23 stig og tók 9 fráköst. Slobodan Subasic gerði 11 stig, Anders Katholm 4 stig og 5 fráköst, Guðni H. Valentínusson 2 og þeir Atli R. Hreinsson og Bjarne Ó. Níelsson 1 hvor.

Hjá Grindavík var Þorleifur Ólafsson stigahæstur með 21, Jonatan Griffin gerði 16 og Adam Adam Darboe 16.

 

Þá/ Heimildir: Skallagrimur.org, karfan.is og kki.is

 

 

Mynd: Þrátt fyrir góða tilburði á köflum gekk Suðurnesjamönnum illa með bæði Vesturlandsliðin á sunnudagskvöldið. Ljósm. Svanur Steinarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is