Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2007 07:25

Mareind opnar tölvuverslun i Grundarfirði

Síðastliðinn laugardag opnaði Mareind ehf í Grundarfirði nýja og glæsilega tölvuverslun að Nesvegi 7. Verslunin er með mikið úrval af tölvum, prenturum og öðrum tölvuvörum. Mareind hefur um árabil selt og þjónustað skrifstofutæki í fyrirtækjum og stofnunum á Snæfellsnesi og hefur nú ráðið Tómas Frey Kristjánsson sem verslunarstjóra í nýrri skrifstofutækjaverslun. Tómas Freyr var áður verslunarstjóri í verslun EJS í Reykjavík sem selur m.a. Dell tölvubúnað. Halldór K. Halldórsson eigandi Mareindar segir í samtali við Skessuhorn að hann sé virkilega ánægður með viðtökurnar sem þeir fengu við opnun verslunarinnar á laugardaginn. “Við erum búnir að þjóna og selja skrifstofutæki í 14 ár, svo það var kominn tími á að opna verslun einnig.“

Mareind rekur einnig viðgerðaverkstæði sem sér um viðgerðir á tölvum og því sem þeim tilheyrir.  Halldór segir að fyrirtækið sé nú eina rafeindavirkjafyrirtækið á Snæfellsnesi og því sé nóg að gera hjá þeim. “Við sjáum um uppsetningar á siglingatækjum og fjarskiptatækjum í báta og erum tveir á verkstæðinu,“ segir Halldór.

 

Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson verslunarstjóri ásamt Halldóri og Dagbjörtu Línu eigendum Mareindar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is