Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2007 03:01

Útvarp Akraness sló í gegn

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum Akurnesingum að Útvarp Akranes var í loftinu um helgina. Útvarpað var að þessu sinni frá Skrúðgarðinum og vill Sundfélag Akraness koma á framfæri sérstöku þakklæti til Maríu Nolan eiganda kaffihússins  fyrir aðstoðina og liðlegheit, en þessi nýja staðsetning útvarpsins lífgaði klárlega upp á útvarpið og festi það enn betur í sessi sem nauðsynlegan þátt í jólaundirbúningi Akurnesinga. 

Dagskráin var mjög glæsileg og greinilega mikið vandað til þáttagerðarinnar, enda telja aðstandendur að útvarpið hafi slegið í gegn. Vill Sundfélag Akraness þakka öllum sem komu að dagskrárgerð um helgina.  „Óli Palli og Óli Valur fá sérstakar þakkir enda ekki hægt að reka svona útvarp án aðkomu slíkra fagmanna og ljúflinga.  Þá er ógetið fyrirtækja og stofnana á Akranesi og úr nágrannasveitarfélögum sem styrktu framtakið með auglýsingum,“ segir í tilkynningu frá sundfélaginu.

 

Á myndinni er Tómas Guðmundsson, þáttastjórnandi í "Akranes síðdegis" á spjalli við Gísla S Einarsson bæjarstjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is