Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2007 12:00

All Senses á ferðakynningu í Liverpool

„Þetta tókst virkilega vel og ég held að kynningin hafi verið mjög góð fyrir Vesturland,“ segir Þórdís Arthursdóttir sem fór í síðustu viku ásamt tveimur öðrum frá klasahópnum All Senses, samtökum nokkurra ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, á ferðakynningu í Liverpool. Það var markaðsmaðurinn og gamli sundkappinn af Skaganum, Ingi Þór Jónsson, sem stóð fyrir þessari ferðakynningu og menningarhátíð um Ísland í borginni, í tilefni þess að nú er í uppsiglingu mikið afmælisár í Liverpool og stendur hátiðin langt fram á næsta ár. Liverpool er 800 ára um þessar mundir og hefur af því tilefni verið tilnefnd menningarborg Evrópu á næsta ári.

Auk All Senses fólksins tóku 10 íslenskar ferðaskrifstofur þátt í ferðakynningunni, sem eins og áður segir var liður í íslenskri menningarhátíð í Liverpool. Meðal annarra skemmtu tónlistarmennirnir Pétur Ben, Mugison og Bar Fly. Ragnar Axelsson var með ljósmyndasýningu og Hafdís Benett, sem er þekktur íslenskur listamaður í Englandi, sýndi skúlptur. Fleiri íslenskir listamenn lögðu sinn skerf til menningarhátíðarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is