Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2007 02:11

Enn er góð síldveiði í Grundarfirði

Ekkert lát er á síldveiðinni í Grundarfirði en sl. fimmtudag voru tíu bátar að veiðum. Hálfdán Hálfdánsson skipstjóri á Súlunni EA, sagði þá í samtali við Skessuhorn að þeir hafi fengið 400 tonn í tveimur köstum. “Við erum nýbúnir að dæla 300 tonnum yfir í Vilhelm Þorsteinsson EA, en við höfum líka dælt yfir í Margréti EA, en hún er ekki útbúin á nótaveiðar. Við höfum fiskað talsvert í þessa tvö báta að undanförnu,” sagði Hálfdán.“ Aðspurður um aflabrögð hjá öðrum bátum sagði hann að Jóna Eðvalds hafi fengið 700 tonna kast og svo væri þetta hittingur hjá öðrum bátum en hann hafði ekki fengið nákvæmar upplýsingar um afla þeirra. Hann mátti síðan ekki vera að lengra spjalli í símann því síldin beið þeirra og gaf Hálfdán út skipun um að láta nótina fara.

Aflinn í Grundarfirði er nú kominn hátt í 90 þúsund tonn og varlega áætlað aflaverðmæti komið vel yfir 1,3 milljarðar síðan í októbeber.

 

Í gær voru 15 bátar að veiðum í Grundarfirði og var Súlan enn og aftur með mestan aflan, en hún fékk 900 tonn í einu kasti. Ekki er því ofsögum sagt að Grundarfjörðurinn hafi verið og sé enn gjöfull þetta haustið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is