Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2007 07:48

Merkingar samkvæmt reglum við Þjóðbraut

Vegfarendur um Akranesveg og Kalmansbraut á Akranesi hafa að undanförnu ítrekað látið í ljósi óánægju sína með að engin lýsing sé við framkvæmdasvæðið þar sem unnið er að gerð hringtorgs og nýrrar innkeyrslu í bæinn. Fólk bendir á að ákaflega dimmt sé á þessum slóðum, vinnuvélar og vörubílar þveri veginn þegar framkvæmdir séu í gangi og bleyta og óhreinn vegur geri það að verkum að merkingar kaffærist.

Samkvæmt úttekt lögreglu og eftirlitsaðila með framkvæmdunum eru þó allar merkingar samkvæmt reglum og stöðlum við slíka framkvæmd. Þeir vilja ítreka við vegfarendum að virða hraðatakmarkanir á svæðinu næstu mánuðina meðan framkvæmdir standi yfir, en sem betur fer hafa engin slys orðið á þessu svæði.

 

Knut Ödegaard hjá Almennu verkfræðistofunni, sem er eftirlitsaðili með gatnaframkvæmdunum, segir að engar ábendingar hafi borist til þeirra vegna hættuástands. Framkvæmdirnar séu til hliðar við veginn og þótt þær hafi sjálfsagt truflandi áhrif á umferðina að einhverju leyti, hafi ekki þótt ástæða til að koma upp blikkljósum. „Við viljum að sjálfsögðu ekki skapa slysahættu,“ segir Knut og bætir við að brátt muni hefjast framkvæmdir við hellulögn og frágang hringtorgsins. Þá muni verktakinn koma upp lýsingu við vinnu sína og við það verði bjartara yfir svæðinu. Þegar hinsvegar líði fram í desember og farið verður að vinna frekar í tengingu og frágangi við hringtorgið, verði mynduð hjáleið af Akranesvegi inn á Kalmansbraut. Þá verður komið upp öryggisljósum og góðum merkingum.

 

Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur einnig verið kvartað yfir því að ekki skuli vera lýsing við aðalgatnamótin austan Þjóðbrautar og einnig gatnamót Akranesvegar og Innnesvegar. Aðalgatnamótin austan Þjóðbrautar verða færð og tengd hringtorginu við Þjóðbraut, þannig að þegar þeirri framkvæmd verður lokið, ættu þau gatnamót ekki að verða til vansa í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is