Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2007 01:07

Lítil nýliðun í hörpudisksstofninum

Nýliðun úr hörpudisksstofninum í Breiðafirði hefur aldrei verið verri. Allt bendir til þess að 2006 árgangurinn sé sá slakasti sem fram hefur komið í tíu ár. Reyndar eru þrír síðustu árgangarnir 2004 til 2006 allir mjög slakir. Við þetta má bæta að allir árgangarnir frá 2001 eru einnig mjög slakir ef frá er talinn 2003 árgangurinn. Hafrannsóknarstofnunin fór í leiðangur um miðjan október til þess að mæla stofnstærð og ástand hörpudisks í Breiðafirði og liggja nú niðurstöður fyrir. Segir þar að ástæðan fyrir lélegri nýliðun sé tvíþætt.

Í fyrsta lagi er hrygningarstofn hörpudisks mjög lítill vegna þess hve stór hluti hans hefur horfið af völdum náttúrulegra dauðsfalla. Í öðru lagi virðist sýking sem herjar á skelina hafa gengið það nærri henni að hrognasekkirnir ná ekki fullum þroska. Fyrir nokkrum árum hrundi hörpudisksstofninn í Breiðafirði og veiðar voru stöðvaðar. Í leiðangrinum í haust mældist stofnvísitala áfram lág eða svipuð og hún var árið 2006. Vísitalan hefur verið sérstaklega lág allt frá árinu 2005 og aðeins 13- 17% af því sem stofninn var á síðasta áratug.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is