Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2007 02:35

Í heimsókn hjá Ragnari frá Selárdal

Í faðmi hárra fjalla en niður við sjó var ríki Ragnars Ólafssonar þegar hann var að alast upp. Í norðanátt voru alltaf ský á Neðribæjarnúpnum og fjaran var heillandi leiksvæði þar sem sjálfsagður fylgifiskur var að verða votur. Taugin er sterk sem dregur á heimaslóðir og verið er að gera upp húsin í dalnum góða, Selárdal. Þangað er förinni heitið í fylgd Ragnars, þar sem trillur hétu dekkbátar og enginn vegur var í næsta þorp, Bíldudal. Hann er alinn upp á bænum Króki þar sem samkomur og böll voru haldin áður en félagsheimilið var byggt ofar í dalnum. Hann er fæddur í Neðribæ, sem er staðsettur í miðjum dal en foreldrarnir flytja sig í Krók þegar hann er tveggja ára.

Á þeim tíma voru um tvöhundruð manns á svæðinu og mikið af börnum. Menn stunduðu bæði landbúnað og sjómennsku. Kindur voru á flestum bæjum og einhverjar kýr til heimilisnota. Baslið var mikið, túnin lítil sem slegin voru. Sjórinn gaf meira en landið, enda stutt á miðin. Ekkert rafmagn var í Selárdal en kaupfélag í fjöruborðinu í nokkurn tíma, sem kallað var kaupfélag Dalamanna og í nafngiftinni vísað í Ketildali eins og svæðið heitir einu nafni frá Bíldudal, enda Ketill Þorbjarnarson landnámsmaðurinn á þessum slóðum. Þarna voru mótunarár Ragnars Ólafssonar sem síðar flutti í Dalina og hefur starfað þar í áratugi.

 

Sjá viðtal við Ragnar Ólafsson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is