Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2007 03:35

Samstarf lögregluembætta eflt

Í morgun var á sýsluskrifstofunni á Akranesi endurnýjaður samstarfssamningur milli lögregluliðanna á Akranesi og höfuðborgarsvæðinu. Það voru lögreglustjórarnir Stefán Eríksson í Reykjavík og Ólafur Þór Hauksson sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi sem undirrituðu samninginn.

Ólafur Þór segir í samtali við Skessuhorn að fyrir svo fámennt lið lögreglumanna sem embættið á Akranesi hafi yfir að ráða, sé samstarf við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu mikilvægt og hafi reynst mjög vel. „Þetta hefur orðið til þess að t.d. við tvísýnar aðstæður á slysstað, svo sem á „krítísku svæði“ milli embættanna, hefur biðtími minnkað. Samningurinn veitir mikið öryggi og er mikill styrkur fyrir okkur,“ segir Ólafur Þór sýslumaður á Akranesi.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík tekur í sama streng. Hann segir samninginn virka í báðar áttir og lögreglan á Akranesi hafi oft veitt mikilvæga aðstoð, t.d. á jaðarsvæðinu í Kjósinni, á Kjalarnesinu og í Hvalfjarðargöngunum. Báðir lögreglustjórarnir sögðu að samvinna og gagnkvæmt umferðareftirlit embættanna gerði það að verkum að þeir ökumenn sem hefðu vilja til þess að virða ekki leyfilegan ökuhraða væru aldrei óhultir. Og það hefði stundum komið þeim á óvart að lögreglubílar birtust með skömmu millibili. Þeir félagar voru sammála um að lögreglan mætti ekki vera of fyrirsjánleg gagnvart þessum þætti umferðareftirlitsins og samstarfssamningurinn hjálpaði til í því.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is