Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2007 10:44

Stofnfélagar Lionsklúbbs Nesþinga heiðraðir

Þriðjudagskvöldið 4. desember var jólafundur Lionsklúbbs Nesþinga haldinn í Röst á Hellissandi.  Fundurinn sem var um margt sögulegur var vel sóttur og voru 40 manns samankomnir, þ.e. félagar og eiginkonur þeirra. Gestur fundarins var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur sem flutti jólahugvekju.  Á fundinum voru sjö stofnfélagar sæmdir heiðursskyldi Melvin Jones sem er mesta viðurkenning sem almennum félögum í Lionshreyfingunni hlotnast og er nefnd í höfuðið á stofnanda Lions International. Þeir sem voru heiðraðir eru Skúli Alexandersson, Sigurður Kristjónsson, Sævar Friðþjófsson, Smári J. Lúðvíksson, Kristinn Jón Friðþjófsson, Óttar Sveinbjörnsson og Ómar Lúðvíksson.

Jafnframt því sem klúbburinn vill þakka þessum félögum fyrir mikið og óeigingjarna starf í 37 ár er hann að styrkja mjög myndarlega við alþjóðlegt sjónverndarverkefni Lionshreyfingarinnar sem nefnist Sight First ll.  Áætlað er að framlag klúbbsins sem nemur $7000 vegna verkefnisins geti bjargað allt að 1.320 einstaklingum frá því að verða blindir. Þór Magnússon formaður klúbbsins segir: “Það er staðreynd að á hverri mínútu verður eitt barn og tveir fullorðnir blindir í heiminum eða um 1,5 milljón manns á ári. Það er einnig staðreynd að 80% af allri blindu í heiminum er hægt að lækna og / eða koma í veg fyrir og það ætla Lionsfélagar að gera.“

Stofnfélagar í Lionsklúbbi Nesþinga voru 28. Í dag eru félagar 25 en alls hafa 108 félagar komið við sögu í klúbbnum.  Klúbburinn var stofnaður 29. nóvember 1970 en stofnskrárhátíðardagurinn var 20. mars 1971. Stjórn klúbbsins í dag er skipuð eftirtöldum: Þór Magnússon formaður, Sigfús Almarsson ritari og Snæbjörn Kristófersson gjaldkeri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is