Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2007 07:34

Íbúar í Hvalfjarðarsveit vilja strætó

Íbúar í Hvalfjarðarsveit hafa áhuga á að tengjast strætisvagnaferðum Stætó bs til Akraness, enda mun það hafa verið eitt af kosningaloforðum meirihlutans í sveitarstjórninni. Í dag, miðvikudag, er fyrirhugaður fundur oddvita og sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar með fulltrúum bæjarstórnar Akraness um málið. Forstjóri Strætó bs mun hafa tekið málaleitaninni vel, en lagði til að fulltrúar Akraness og Hvalfjarðarsveit næðu samningum sín á milli áður en gengið yrði til frekari samninga.

Akranes er með sérstakan þjónustusamning við Strætó bs, en á ekki hlut í byggðasamlaginu um fyrirtækið. Að sögn Einars Arnar Torlaciusar sveitarstjóra snýst því málið um það að Hvalfjarðarsveit fái að ganga inn í þennan samning, með kostnaðarhlutdeild.

 

Einar segir að í stað þess að strætisvagninn aki nú án þess að stöðva í gegnum Hvalfjarðarsveitina séu óskir um að vagninn stöðvi á planinu við Hvalfjarðargöngin, væntanlega einnig á gatnamótunum við Innnesveginn og jafnvel á öðrum stað á Innnesveginum. Í dag þurfi íbúar Innness að fara til Akraness til að taka vagninn.

„Vonandi leiða þessar samningaviðræður til þess að komið verði upp biðskýlum á þessu stöðum og íbúar í Hvalfjarðarsveitinni geti á auðveldari hátt en nú nýtt sér þjónustu strætisvagnanna,“ segir Einar Örn í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is