Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2007 08:47

Ull í fat og mjólk í mat

Fyrir skömmu var þemavika í Laugargerðisskóla þar sem verkefnin tengdust búfjárrækt fyrr og nú á þessu svæði og notin af skepnum. Að sögn Kristínar Bjarkar Guðmundsdóttur skólastjóra kom þessi hugmynd meðal annars til vegna þess hversu blómlegur búskapur er enn á þessu svæði. Nemendum var kennt að aðskilja þel og tog. Konur úr sveitinni komu með kamba og rokk, kenndu handbrögðin og svo var spunnið. Nemendur bjuggu einnig til rétt og settu í hana þæfðar kindur og voru sumar þeirra litaðar í öllum mögulegum litaafbrigðum.

Nautgripræktin vakti ekki síður áhuga. Fjósteikningar af ýmsum gerðum litu dagsins ljós sem án efa verður hægt að kaupa fyrir lítið. Spenvolg nýmjólk var skilin í gamalli skilvindu og smökkuðu nemendur rjómafroðuna og undanrennu. Því miður tókst ekki að strokka smjör, það verður bara næst.

Notkun hestsins fyrr og nú var reifuð og rædd. Hesthús voru hönnuð og teiknuð og stærð hrossakynja borin saman. Allir er tóku þátt í þemavikunni voru sammála um að vel hefði til tekist og ánægjan almenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is