Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2007 10:41

Ljósleiðaravæðingin langt á eftir áætlun

Ljósleiðaravæðing á Akranesi hefur dregist á langinn. Samkvæmt samningi Akraneskaupstaðar við Gagnaveitu Reykjavíkur, sem gerður var í árslok 2004, átti henni að vera lokið fyrir tæpu ári. Samkvæmt minnisblaði frá gagnaveitunni og Orkuveitu Reykjavíkur, sem kynnt var á fundi bæjarráðs Akraness á dögunum, er áætlað að verkinu verði lokið sumarið 2009. Ýmislegt hefur orðið til þess að tefja það að Akurnesingar tengjist ljósleiðaranum, m.a. að verktakinn sagði sig frá verkinu og tíma tók að fá nýjan í hans stað. Samkvæmt nýjum áætlunum er ljóst að það verður tveimur og hálfu ári seinna sem ljósleiðaranetið á Akranesi kemst í gagnið, en upprunalegur samningur gerði ráð fyrir að verkinu yrði lokið í lok árs 2006.

Tengingum er að fullu lokið til um 300 heimila af um það bil 1400 heimilum sem nú þegar geta nýtt sér ljósleiðarann. Þá eru framkvæmdir í gangi sem ná til 500 heimila til viðbótar. Gert er ráð fyrir að tæplega 700 heimili verði að fullu orðin tengd fljótlega á nýju ári. Hönnun er lokið við um 65% af framkvæmdasvæðinu.

Akranesi er skipt í þrjú hverfi vegna lagningu ljósleiðarans. Hverfi eitt er Jörundarholt og Grundahverfið, eða austurhluti bæjarins. Hverfi tvö er miðhluti bæjarins og þriðji hlutinn er neðri Skagi, eða vestasti hluti bæjarins. Áætlað er að framkvæmdum á svæði tvö ljúki í lok næsta árs. Hönnun er ólokið á svæði þrjú.

Í stað verktakans sem hvarf frá fyrsta áfanganum hefur verið samið við eftirfarandi verktaka að ljúka verkinu; Bormenn Íslands, GP-vélar og Kjarnaborun Hafsteins Daníelssonar. Fyrir liggja samningsdrög við Qualitas um jarðvinnu við annan áfanga. Þá hafa forsvarsmenn GP-véla og Kjarnaborunar Hafsteins lýst yfir áhuga sínum á áframhaldandi verkefnum við jarðvinnu vegna ljósleiðaravæðingarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is