Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2007 10:42

Fjöldi útkalla vegna óveðursins í nótt

Ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á Vesturlandi í óveðrinu sem gekk yfir í nótt. Veðurhamurinn fór mest í 63 metra undir Hafnarfjallinu en þar var vegurinn lokaður fyrir umferð í gærkvöldi og nótt. Yfirlögregluþjónninn í Borgarnesi segist ekki muna eftir slíkum veðurham áður. Til lögreglunnar í Borgarnesi bárust yfir 30 tilkynningar um fok. Björgunarsveitin Brák sinnti enn fleiri verkefnum og var að störfum frá því á tíunda tímanum í gærkveldi þangað til á fjórða tímann í nótt. Miklar annir voru líka hjá Björgunarfélagi Akranesi, en til sveitarinnar bárust 19 tilkynningar frá lögreglu.

Svo virðist sem veðrið hafi verið öllu verra í Borgarnesi og nágrenni en á Akranesi, sem var þó snarvitlaust þar. Járnplötur og klæðningar fuku af húsum í Borgarnesi, bæði nýjum og gömlum, hjólhýsi, gámar, skilti og ýmislegt sem tók á sig í rokinu og var ekki tryggilega gengið frá. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn sagði í morgun að ekki væri vitað um neitt einstakt stórtjón, en það kæmi væntanlega betur í ljós í birtingunni. Á Hvanneyri fuku gámar nokkra tugi metra, þar á meðal einn 40 feta gámur. Tjón varð á einum bíl vegna þessa gámafoks á Hvanneyri.

Á Akranesi var meira um að lauslegt dót væri að fjúka, t.d. við byggingarsvæði. Járnplötur voru ekki að losna af þökum eins og í Borgarnesi. Ekki er vitað um neitt stórtjón vegna hvassveðursins á Akranesi í nótt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is