Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2007 07:33

Vildi ekki GAY númer

Hin nýju bílnúmer sem nýverið komust í umferð geta verið æði spaugileg. Fyrstu þrír stafir þeirra eru bókstafir og síðustu tveir tölustafir. Þriggja bókstafa orð geta eðli málsins samkvæmt sagt meira en tveggja stafa. Nýverið fór Ófeigur Gestsson, íbúi á Akranesi í eitt bílaumboðanna til að sækja nýjan bíl sem í sjálfu sér er ekki í frásögu færandi. Honum hafði boðist að ganga inn í kaup á bíl sem annar maður hafði fallið frá kaupum á. Þegar Ófeigur hugðist sækja bílinn komst hann að því sér til skelfingar að fastanúmer bílsins var GAY-17. Hann gat ekki með nokkru móti hugsað sér að aka um götur Akraness, né yfirhöfuð nokkursstaðar, á bíl með þessu númeri, enda fram til þessa verið meira upp á kvenhöndina.

“Til að bjarga málunum ákvað ég að fá mér einkanúmer þó að það hafi alls ekki staðið til. Hér fyrr á árum var ég kallaður Offi og ákvað að taka það númer þar sem það var laust. Það er skemmtilegt að segja frá því að tveimur dögum eftir að ég fékk nýja númerið mætti ég gömlum félaga mínum frá Hvanneyri sem þekkti mig á númerinu. Hann snéri við og við áttum ánægjulega endurfundi. Ég sé ekki fyrir mér að hann hefði gert slíkt hið sama og haft fyrir því að elta mann uppi á bíl með númerinu GAY-17,” sagði Ófeigur Gestsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is