Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2007 03:30

Laun hjá Norðuráli verði svipuð og hjá Ísal

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði á fundi með starfsmönnum álvers Norðuráls á Grundartanga sl. föstudag að í næstu kjarasamningum yrði gerð skýlaus krafa um að launamunur milli Ísals í Straumsvík og  Norðuráls minnki enn frekar, enda sé það með öllu óásættanlegt að launamismunur sé á milli verksmiðja í sömu starfsgrein. Í samtali við Skessuhorn sagði Vilhjálmur að launakjör séu svipuð á Grundartanga og í Fjarðaráli á Reyðarfirði, en launin séu verulega lægri í þessum verksmiðjum en í Straumsvík. Við síðustu kjarasamninga segir Vilhjálmur að munurinn hafi verið um 20%, en núverandi samningar í álverinu á Grundartanga renna ekki út fyrr en í árslok 2009. „Áður en nýr samningur verður gerður, munum við reikna þennan mun nákvæmlega og gera kröfur um að launin verði leiðrétt.“

Vilhjálmur segir Norðurálsmenn meðvitaða um þetta mál. Málið sé hinsvegar að í upphafi, í kjarasamningunum 1998, hafi verið gefin alltof mikill afsláttur fyrir Norðurál í samanburðinum við Straumsvík. Þennan mun hafi ekki náðst að leiðrétta nema að hluta. Vilhjálmur fór í vinnustaðaheimsókn til Norðuráls sl. föstudag, en stjórn Verkalýðsfélags Akraness leggur mikla áherslu á að vera í nánu og góðu sambandi við félagsmenn sína. Í þetta skipti var það C vaktin sem formaðurinn heimsótti og fór hann víða um verksmiðjuna, tók tugi starfsmanna tali og stóð heimsóknin vel á þriðja tíma.

Vilhjálmur segir að þau mál sem brenni helst á starfsmönnum Norðuráls séu öryggis- og launamál. Fékk hann fjölmargar spurningar tengdar þeim málum.  Vilhjálmur segist ekki vera í neinum vafa um að öryggismál Norðuráls verða tekin föstum tökum á næstu misserum. Öll orka stjórnenda fyrirtækisins hafi á liðnum árum farið í stækkun verksmiðjunnar. Þeim kafla sé lokið og nú muni forsvarsmenn Norðuráls geta einbeitt sér mun betur að þeim þáttum er lúta að innri kjarnastarfsemi fyrirtækisins, t.d. öryggismálunum.

Vilhjálmur Birgisson segir heimsóknina sl. föstudag feikilega vel heppnaða og stefnir  formaðurinn að því að heimsækja allar vaktirnar á næstu vikum.  Í dag starfa um 500 manns hjá Norðuráli og eru um 400 þeirra félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness. „Þetta er langstærsti vinnustaðurinn innan okkar félags og það gera allir sér grein fyrir mikilvægi þess á svæðinu. Þeirri gífurlegu uppbyggingu sem orðið hefur hérna á svæðinu í kjölfar álversins á Grundartanga,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is