Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2007 02:16

Helmingur fjárhúsa eyðilagðist

Helmingur fjárhúsa á bænum Munaðarnesi í Stafholtstungum eyðilagðist í rokinu í nótt. Hætt er að nota fjárhúsin undir fé en þau voru byggð eftir fjárskiptin 1950. Ekkert fé var í húsunum enda fjárbúskapur fyrir nokkru aflagður á bænum. Húsin eru tvær burstir með áfastri hlöðu. Það var önnur burstin sem fór. Helmingurinn af þakinu féll niður, hinn helmingurinn sveiflaðist yfir á þá burst sem enn stendur og rann síðan þaðan niður á jörð. Er með ólíkindum að sú burst skyldi ekki gefa sig undan þunganum.

 

 

Katrín Magúsdóttir er bóndi í Munaðarnesi. „Vanalega er ekki svo mikill veðurhamur hér ef áttin er hrein af suðaustan þannig að hann hlýtur að hafa verið meira suðlægur. Ég hefði reyndar frekar haldið að hin burstin færi þar sem ég er með litla hurð opna fyrir hross til að leita þar skjóls ef þarf, en þetta var svona. Þetta er auðvitað skaði en það þýðir ekkert að fást um það. Ég þarf bara að fá einhverja til að hreinsa þetta brak fyrir mig, áður en næsti hvellur skellur á,“ sagði Katrín. Ekki er vitað um miklar skemmdir á öðrum bæjum í kringum Munaðarnes nema að þakplötur losnuðu á bænum Hlöðutúni sem er handan Norðurár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is