Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2007 03:44

Norðurál styrkir mörg málefni á Vesturlandi

Undirritaðir voru í dag samstarfssamningar vegna stuðnings Norðuráls við ýmis góð málefni í nágrannabyggðum. Samstarfið tekur til forvarna, uppeldis- og kennslumála, til íþróttastarfs og til menningarmála.

Fyrirtækið styrkir forvarnaverkefni gegn vímuefnaneyslu á Akranesi og jafnframt kennslu nemenda með lesblindu þar í bæ. Þá er styrkur veittur til endurbóta og framkvæmda við Hallgrímskirkju í Saurbæ í tilefni 50 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Fannahlíð, félagsheimili og æskulýðsmiðstöð í Hvalfjarðarsveit fékk hljómkerfi að gjöf frá Norðuráli.  Íþróttastyrki hlutu körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi, Golfklúbbur Borgarness og knattspyrnudeild ÍA.

 

Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls segir samstarfið lið í þeirri stefnu fyrirtækisins að axla samfélagslega ábyrgð. „Við viljum vera góður þegn í samfélaginu. Það gerum við með því að bjóða áhugaverð störf, standa okkur vel í umhverfismálum og sýna ábyrgð út á við með stuðningi við félagsleg málefni eins og við höfum gert undanfarin ár. Við eigum það sameiginlegt með þeim aðilum sem stuðninginn hljóta að hafa metnað til að gera vel. Við vitum líka öll að árangur er ekki tilviljun, heldur afleiðing af markvissri vinnu og öflugu samstarfi.”

 

Gísli S Einarsson bæjarstjóri á Akranesi þakkaði stuðninginn fyrir hönd Akraneskaupstaðar og fleiri aðila. Gísli sagðist hafa fylgst með því frá byrjun, hvernig tilkoma Norðuráls á Grundartanga hefur hleypt nýju lífi í byggðarlögin hér á svæðinu. „Fyrst og fremst er það atvinnulega og með eflingu þjónustugreina, en það skiptir líka máli þegar fyrirtæki sem nær árangri í rekstri lætur samfélagið njóta góðs af. Við væntum góðs af áframhaldandi samstarfi við Norðurál sem einn af burðarásum atvinnulífs hér á svæðinu,” sagði Gísli. Jón Valgarðsson formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju segir styrk Norðuráls koma sér afar vel til nauðsynlegra framkvæmda, en 10-12 þúsund gestir leggja leið sína í kirkjuna ár hvert.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is