Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2007 11:05

Verið að fergja þak Smellsins

Frá því á níunda tímanum í morgun hefur sveit manna frá Björgunarfélagi Akraness keppst í veðurofsanum við að fergja þak verksmiðjuhúss Smellsins á Akranesi. Þakið var farið að lyftast og gekk í bylgjum snemma í morgun, að sögn Björns Guðmundssonar í stjórnstöð Björgunarfélgasins. Björn sagði að tekist hafi að fergja þakið með steinum áður en plöturnar fuku af því og átti hann von á því að verkinu væri að ljúka núna á ellefta tímanum.

Björgunarsveitarnar á Akranesi og í Borgarnesi hafa verið í viðbragðsstöðu í alla nótt og voru kallaðar út um sjöleytið í morgun þegar veðrið fór að versna. Þegar Skessuhorn hafiði samband við stjórnstöðina nú á ellefta tímanum voru komin sjö útköll á Akranesi og tvö í Borgarnesi. Björn hjá Björgunarfélagi Akraness sagði að svo virtist sem veðrið væri öllu verra núna á Skaganum en í Borgarnesi. Útköllin til þessa hefðu ekki verið vegna mikils foks nema hjá Smellin, en vindálag og tog eru mjög mikil á stórum þökum eins og þessu verksmiðjuhúsi. Björgunarsveitirnar á Akranesi og í Borgarnesi eru með samtengt útköllunarkerfi. Alls eru um 25 manns á vaktinni hjá sveitunum í þessu veðri, sem samkvæmt spá Veðurstofunnar á veðrið ekki að ganga niður að verulegu leyti fyrir en með kvöldinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is