Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2007 03:13

Olíuskip veðurteppt á Hvalfirði

Olíuskipið Palva hefur verið á sveimi á Hvalfirði síðan í fyrradag þegar það þurfti að snúa frá bryggju við Litlu - Sandshöfn eins og gamla Hvalsbryggjan heitir nú. Búið var að dæla helming farmsins í tanka í Hvalfirðinum þegar skipinu var beint frá bryggju vegna veðurs af öryggisástæðum. Að sögn Gests Guðjónssonar umhverfis- og öryggisfulltrúa hjá Olíudreifingu eru í gildi ákveðnar reglur gagnvart veðurskilyrðum við affermingu.

Palva er finnskt og eitt stærsta flutningaskip sem komið hefur til landsins, 42.800 tonn og 228 metrar að lengd. Eftir er í skipnu tæplega 20 þúsund tonn af olíu. Er áætlað að sólarhring þurfi til losa það sem eftir er í skipinu.

Er þar meðtalinn tími sem fer í að binda og losa skipið, sem er tímafrekt, enda þarf að festa svo stór skip kyrfilega. Gestur Guðjónsson hjá Olíudreifingu telur litlar líkur á því að sú áhætta verði tekin að leggjast að bryggju í kvöld þegar spáð er að veðrið gangi niður, þar sem stutt er í að næstu kröppu lægð gangi yfir landið. Olíuskipið Palva gæti því þurft að sveima um á Hvalfirði áfram og bíða færis.

Slys varð um borð í Palva um miðjan dag sl. miðvikudag þegar verið var að losa skipið frá bryggju. Landfestavír slitnaði með þeim afleiðingum að starfsmaður Olíudreifingar fékk landferstar í sig og hruflaðist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is