Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2007 12:41

Brotist inn í Bauluna

Brotist var inn í verslunina Bauluna í Stafholtstungum í nótt. Þjófarnir brutu hurð með öryggisgleri þar sem gengið er inn í búðina. Höfðu þeir lítið út úr krafsinu, eða aðeins einn karamellupoka. Þeir voru með hettur á höfði en þó sáust þeir í vaktmyndavélum verslunarinnar.  Að sögn Kristbergs Jónssonar kaupmanns í Baulunni er verslunin afar vel vöktuð. Það var Blönduósslögreglan sem stöðvaði för þjófanna í nótt þar sem þeir voru að henda karamellum út um glugga á bíl sínum. „Sem betur fer eru flestir þessara þjófa með svo lítið á milli eyrnanna að þeir hafa ekki getu til að hugsa af viti. Verst er að þeir eyðileggja svo mikið.

Þeir brutu öryggisgler sem er í hurðinni þar sem gengið er inn í búðina. Slíkt er ekki gefið. Hins vegar þýðir ekkert að reyna að brjótast hingað inn. Við erum svo vel vöktuð að þessir gaurar nást strax. Hér eru myndavélar út um allt sem mynda hvern þann er kemur á hlaðið og inn í búðina,“ sagði Kristberg Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is