Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2007 02:42

Aðventuhlaup við Borgarnes

Áhugafólk um útivist og bætta lýðheilsu í Borgarnesi ætlar að fagna því að nú tekur sól brátt að hækka á lofti, með því að skokka Hvanneyrarhringinn laugardaginn 22. desember, þó með þeim fyrirvara að veður eða færð hamli ekki för. Einnig verður boðið upp á þrjár aðrar vegalengdir. Þeir sem ætla að hlaupa Hvanneyrarhringinn, 33 kílómetra, leggja af stað frá Brúartorgi kl. 11:22. Síðan er ætlunin að ræsa næsta hóp sem hleypur 16,6 km. frá Grímarsstöðum kl. 12:50. Þeir sem hlaupa 8,3 km fara frá Krummshólum kl. 13:30 og stysta vegalengdin er síðan frá Hamri klukkan 13:50. Stefnt er að því að allir verði komir í mark fyrir sólsetur kl. 15:30.

 

Í tilkynningu frá áhugahópnum segir að um óformlegt hlaup sé að ræða og verður því engin tímataka. Engin verðlaun verða önnur en óframseljanlegur kaloríukvóti fyrir hátíðarnar. Hver og einn sem hyggst taka þátt verður að bera ábyrgð á lífi sínu og limum. Að loknu hlaupi bíður Kaupþing upp á veitingar.

Þeir sem áhuga hafa að taka þátt eru beðnir að senda tölvupóst á borgarfjardarskokk@simnet.is svo að hægt verði að tilkynna ef einhverjar breytingar verða. Í tilkynningunni segir einnig að athuga ber að um gleðihlaup sé að ræða! Um leið verði athygli vakin á bágum aðstæðum gangandi, hjólandi og skokkandi vegfarenda á leið um Borgarnes. Sveitarstjórnarmenn eru því sérstaklega hvattir til að taka þátt og kynna sér aðstæður, segir áhugafólk um göngustíga, útisport og bætta lýðheilsu í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is