Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2007 09:50

Verslun fer misjafnlega snemma af stað

Skessuhorn kannaði meðal nokkurra verslunarmanna á Vesturlandi hvernig salan væri fyrir þessi jól og hvort eitthvað væri meira áberandi í jólapakkanum nú en annað. Kaupmenn höfðu orð á því ekki hefði verið eins mikið um "brjálaðar" tarnir í verslun og áður, enda eftir heil virk vika til jóla. Þó voru flestir á því að verslun í heimabyggð væri ekki minni í ár en verið hefði. Enda kostaði orðið töluverða peninga að fara til Reykjavíkur. Eldsneyti, göng og matur fyrir alla fjölskylduna væri fljótt að telja í þúsundköllum. 

Seljum alltaf mikið af yfirhöfnum

Ásta Gísladóttir er eigandi verslunarinnar Bjargs ásamt eiginmanni sínum Örlygi Stefánssyni. Hún sagði að hjá þeim væri alltaf mikið keypt af yfirhöfnum í jólapakkana, bæði fyrir dömur og herra. „Þessi jól erum við að selja mikið af svona ilm- og kremgjafapakkningum, ásamt rúmteppum, sængurfötum og þess háttar. Húsgögn fara allt árið, það er af sem áður var að þau seljist bara fyrir jól. Okkar tilfinning er sú að þetta árið sé heldur meiri sala en í fyrra en veðrið spilar þar sannarlega inn í og ef það ver slæmt er minni verslun, það segir sig sjálft.“

 

Mikið af flatskjáum og almennri gjafavöru

Guðni Tryggvason kaupmaður í Model á Akranesi segir flatskjái og almennna gjafavöru, ásamt skartgripum, fara mikið hjá þeim fyrir þessi jól. „Hjá mér er salan betri en í fyrra og munar það töluverðu. Við erum auðvitað afar sátt við að Akurnesingar og aðrir Vestlendingar séu að versla í heimabyggð.“

 

Allar deildir ganga vel, mest fer þó af bókum

Linda Sigurbjörnsdóttir í Hagkaupum í Borgarnesi sagði allar deildir hafa skilað góðri sölu í þessari jólavertíð. Hins vegar er ekki hægt að gera samanburð þar sem verslunin var ekki starfandi í Borgarnesi fyrir síðustu jól. „Ef ég á að taka eitthvað út úr myndi ég segja að bókasalan væri mjög góð og einnig sala á kvennærfötum. Ég get því ekki annað en verið ánægð með verslunina það sem af er.“

 

Bækur og gjafavara

Í Samkaup/úrval í Borgarnesi varð Gísli Sigurðsson verslunarstjóri fyrir svörum. Hann sagði bækur hafa selst vel, sama gilti um almenna gjafavöru og tónlist. „Svo hefur konfektið einnig rokið út og salan er að byrja í kjötinu. Ég er alveg þokkalega sáttur og ánægður með það sem komið er. Það er eftir heil vika og við sjáum hvað hún gerir.“

 

Mikil sala á fötum

Júníanna B. Óttarsdóttir í versluninni Blómsturvöllum á Hellissandi sagði sölu á fötum vera mjög mikla hjá þeim fyrir þessi jól. Almennt væri salan annars svipuð og verið hefði og ekkert undan því að kvarta.

 

Bókasalan komin í gang

Jóhanna Jónasdóttir sagði bókasöluna vera komna í gang í versluninni Hrund í Ólafsvík. Harðskafi og Aska væru þær bækur sem mest seldust þessa stundina. Gjafavaran væri einnig að byrja að hreyfast svo líklega yrði útkoman svipuð og á síðasta ári.

 

Ekki lakari sala

Í Hrannarbúð í Grundarfirði segir Jóhanna H. Halldórsdóttir að salan sé alls ekki lakari en í fyrra. Hún segist ekki merkja að neitt eitt fari frekar en annað, hvorki bækur eða leikföng. Það er bara góð sala yfirhöfuð.

 

Bibi og Skáld Rósa seljast vel í Hólminum

Dagbjört Höskuldsdóttir kaupmaður í Sjávarborg í Stykkishólmi sagði söluna hjá sér áþekka og síðasta ár. Hjá henni væru Bibi, Skáld Rósa og Harðskafi að seljast best núna. Fólk væri einnig að byrja að kaupa almenna gjafavöru.

 

Bækur á góði skriði í Búðardal

Í Samkaup/Strax versluninni í Búðardal varð Ragnheiður Jónsdóttir fyrir svörum. Hún sagði að bóksala væri mikil hjá þeim fyrir þessi jól. Þar er reyndar ekki hægt að gera samanburð því að verslunin var ekki starfrækt í þessu formi fyrir síðustu jól. En það sem af er væru þau ánægð með söluna. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is