Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2007 01:26

Telja Vesturland síðri kost en önnur jaðarsvæði

Í könnun sem misserishópur við Háskólann á Bifröst gerði í haust og lauk með viðamikilli skýrslu í liðinni viku, voru búferlaflutningar kvenna frá höfuðborgarsvæðinu til jaðarsvæða borgarinnar kannaðir. Þar kemur m.a. fram að konur telja að Vesturland sé síðri valkostur en önnur „jaðarsvæði“ frá höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt þessari könnun hefur gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin mikil áhrif, þar sem rúmlega helmingur svarenda telur hana standa í vegi fyrir búferlaflutningum til Vesturlands. Einnig virðist sem konurnar setji fyrir sig meinta fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, þó svo að styttra sé á Akranes en t.d. á Selfoss.

Almennt litið virðast konurnar ekki vilja leita lengra frá höfuðborgarsvæðinu en 50-60 km, sem segir að Borgarnes sé of langt í burtu, eða 74 km fjarlægð frá borginni. Vegalengd dregur því úr ásókn þangað, hvað sem síðan verður þegar/ef Sundabraut verður að veruleika. Niðurstaða hópsins úr könnuninni gefur ríka ástæðu til að ætla að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin sé orðin mikil tímaskekkja með tilliti til „eðlilegrar“ búsetuþróunar á Vesturlandi. Einnig séu væntanlegar samgöngubætur, Sundabraut og endurgerð Vesturlandsvegar, farin að virka heftandi fyrir búsetuþróunina á Vesturlandi.

Viðfangsefnið í verkefni misserishópsins á Bifröst var sem áður segir að greina helstu ástæður búferlaflutninga kvenna frá höfuðborgarsvæðinu til jaðarsvæða þess, auk þess að greina hvers vegna ásókn hefur verið minni á Vesturland en til Suðurlands og Suðurnesja. Gerður var spurningarlisti sem sendur var til 600 kvenna er flust höfðu frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurlands og Suðurnesja. Niðurstöður sýna að lægra húsnæðisverð, barnvænt umhverfi og stressleysi séu helstu ástæður fyrir búferlaflutningum til jaðarsvæðanna. Vesturland verður síður fyrir valinu hjá svarendum af tveimur fyrrgreindu ástæðunum, gjaldtökunni í göngin og fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem ættingjar og vinir eru þá líka of fjarri.

 

Í spurningalistanum um helstu ástæður fyrir búferlaflutningunum er efst á blaði þrjú atriði, sem eru samanlagt vega 51%. Langflestir nefna lágt húsnæðisverð utan Reykjavíkur sem ástæðu fyrir flutningum í jaðarbyggðir, eða 27%. Næst á eftir kemur síðan barnvænna umhverfi í 13% tilvika og þar á efitr þeir sem vilja losna úr stressi höfuðborgarinnar, eða 11%. Athylgisvert er að tæplega helmingur svarenda er að mestu leiti uppaldir á höfuðborgarsvæðinu og eru þeir því ekki að sækja í sína heimabyggð. Einnig er athyglisvert hvað nálægð við ættingja og vini er mikilvægur þáttur í vali fólks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is