Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2007 03:37

Spá mikilli verðhækkun á áburði

Áburðarsalar hér á landi eru ekki tilbúnir til að gefa upp verð á þeim áburði, sem bændur þurfa að fá fljótlega eftir áramótin vegna stöðunnar á heimsmarkaði. Fram kemur í Bændablaðinu, sem kom út í gær, að miklar verðhækkanir blasi við bæði á áburði og kjarnfóðri. Sigurður Jarlsson, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, sagði í samtali við Bbl að hann hefði sent öllum áburðarsölum tölvupóst fimmtudaginn 13. desember og hvatt þá til að setja allar áburðategundirnar inn á forritið NPK en þar er gátt sem heitir Kjarni, sem áburðarsalar hafa aðgang að og hver um sig getur tengt sig við og gefið upp áburðartegundir og verð. Enginn hafi hins vegar verið búinn að því og tölur stóðu í núlli vegna stöðunnar á heimsmarkaði.

 

Bbl. hefur eftir áburðarsölum að engin leið sé að ákveða verð eins og staðan á heimsmarkaði er núna og spá þeir allt að 45% verðhækkun. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar á meðal hefur gríðarleg hækkun á kornverði af ýmsum ástæðum komið fram í aukinni eftirspurn eftir áburði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is