Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2007 07:03

Skora á samgönguyfirvöld að bæta lýsingu

Á fundi bæjarstjórnar Akraness 18. desember sl. samþykkti bæjarstjórn Akraness að skora á yfirmenn samgöngumála á Íslandi að lýsingu verði komið fyrir á a.m.k. tvenn gatnamót á aðkomuvegi að Akranesi þ.e.a.s A) við gatnamót vegar nr. 509 og gamla þjóðvegarins frá Akranesi, nú vegur nr. 51 og B) gatnamót vegar nr. 509 og vegar gegnum Innri-Akraneshrepp. Skorað er á viðkomandi aðila að vinnu við lýsingu á gatnamótunum verði hrundið í framkvæmd eigið síðar en strax.  Bæjarstjórn Akraness fól bæjarstjóra að rita viðkomandi aðilum bréf  tilheyrandi samþykkt þessari þar sem þessari áskorun verður komið á framfæri.

Í greinargerð með áskoruninni kemur fram að um þessi tvö framantalin gatnamót fer fjöldi fólks á hverjum degi, bæði þeir sem koma til Akraness svo og þeir sem þaðan fara, þeim fer t.a.m. fjölgandi íbúunum á Akranesi sem sækja vinnu utan Akraness.  Nægir þar að nefna stóriðjusvæðið á Grundartanga en starfsmenn þurfa á leið sinni til vinnu að fara hjá öðrum hvorum þessara gatnamóta. 

 

Þegar skammdegið fer í hönd með tilheyrandi verðurfari þá verða umrædd gatnamót erfið yfirferðar vegna myrkurs, endurskin umferðarmerkja verða skítug og þ.a.l. mun lakari vegvísir en ella.  Þeir aðilar sem þarna fara um á hverjum degi eru oft í stórhættu vegna ónógrar lýsingar, sem er reyndar engin, og mesta mildi að ekki hafa orðið fleiri slys en raun ber vitni um og er þó nóg komið af slysum á þessum gatnamótum.  Þeim fer ört fjölgandi sem fara um þessi gatnamót á hverjum degi eins og umferðartölur glögglega segja til um.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is