Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2007 10:29

Sigrún Ósk ráðin ritstjóri Skessuhorns

Magnús og Sigrún Ósk
Um næstu áramót verða nokkrar breytingar á starfsmannahaldi og skipuriti Skessuhorns ehf, útgáfufélags samnefndra miðla. Sigrún Ósk Kritstjánsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri og tekur við starfinu af Magnúsi Magnússyni útgefanda. Magnús er ekki á förum frá fyrirtækinu heldur mun hann verða aðstoðarritstjóri, sinna skrifum og ýmsum verkefnum við rekstur fyrirtækisins. “Starfið mitt hefur vaxið gríðarlega að umfangi síðastliðin fjögur ár og var því óhjákvæmilegt að gera breytingar. Með því að ráða öfluga manneskju eins og Sigrúnu Ósk í starf ritstjóra vonast ég annars vegar til að fá tíma til að sinna fjölskyldu og áhugamálum í auknum mæli á ný sem og rekstri fyrirtækisins, skoða ónýtt sóknarfæri og treysta rekstrargrundvöll blaðsins. Það eru næg verkefni framundan á tíu ára afmæli Skessuhorns,” segir Magnús.

Sigrún Ósk er uppalin á Akranesi, fædd árið 1980. Hún hóf sinn blaðamannsferil á Skessuhorni, þá táningur, árið 1999. Síðan hefur hún m.a. unnið við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu og sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Hún er nú að ljúka BA ritgerð í heimspeki, hag- og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Aðspurð segist Sigrún Ósk hlakka til að takast á við ritstjórn Skessuhorns, enda fjölmiðillinn í sókn. “Það er tvímælalaust það skemmtilegasta sem ég hef starfað við þegar ég var blaðamaður á Skessuhorni hérna í “den.” Fjölbreyttara starf og betri skóla er ekki hægt að hugsa sér fyrir manneskju sem stefnir á að gera fjölmiðlun að ævistarfi,” segir Sigrún Ósk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is