Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2007 02:02

Vatnavextir í Borgarfirði

Miklir vatnavextir eru nú í Borgafirði. Norðurá er eins og hafsjór yfir að líta og ekki er fært að bænum Ferjukoti við Hvítá nema á bát, því vatn er farið að renna yfir veginn við síkisbrýrnar. Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti sagði að þar væri mikið vatn og ekkert fært nema á bát. Á svipuðm tíma á síðasta ári varð einnig mikið flóð í Borgarfirðinum. Vatn rann yfir vegi sem skemmdust verulega á mörgum stöðum og fólk varð innikróað á bæjum. Þá var snjór í fjöllum sem bráðnaði í miklum leysingum. Því er ekki að heilsa í dag, þessir vatnavextir eru eingöngu vegna rigninga sem hafa verið gríðarlegar, eins og almenningur veit.  

 Þorkell sagði að það væri svo sem ekkert óvenjulegt að kæmu flóð á þessum tíma. „Eitt mesta flóð sem ég man eftir var á gamlársdag. Þá sátum við í klofstígvélum í gamla bænum hérna heima. Um annað var ekki að ræða. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem vex verulega í. Í fyrra sinnið var reyndar há sjávarstaða svo það hjálpaði til, en nú er því ekki að heilsa. Ég á ekki von að því að geta tekið mikið á móti gestum meðan þetta ástand varir. Annars er þetta veðurlag með ólíkindum, annað hvort fýkur allt eða flýtur,“ sagði Þorkell.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is