Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2007 10:15

Nemendur í Grundaskóla studdu hjálparstarf í Malaví

Forsvarsmenn Rauða krossdeildarinnar á Akranesi veittu í gær viðtöku peningum úr söfnunarátaki sem ýtt var af stað í Grundaskóla á Akranesi nú á aðventunni, til styrktar börnum í Malaví í Afríku. Alls söfnuðust um 300 þúsund kr. í skólanum til þessa verkefnis. Nemendur skólans ákváðu að láta renna í sjóðinn peninga sem annars hefðu farið í jólagjafir til hvors annars. Einnig voru nemendur með söfnunarbauka á borðum sínum á aðventunni. Það var Lóa Guðrún Gísladóttir sem hafði orð fyrir nemendum skólans við afendingu peninganna og Sveinn Kristinsson, formaður RKÍ deildarinnar á Akranesi veitti þeim viðtöku.

Í tilkynningu vegna þessarar gjafar segir að Rauði kross Íslands styðji börn sem þjást vegna alnæmis í Malaví. Mörg þeirra hafi misst foreldra sína úr sjúkdómnum og þau fá ýmiss konar aðstoð svo að þau geti haldið áfram skólagöngu og komist til manns. Í Malaví hafa m.a. verið reistar þrjár félagsmiðstöðvar fyrir börnin þar sem þau fá mat, kennslu, stuðning við heimanám og einnig félagslega og andlega hvatningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is