Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2007 07:43

Sorpurðun Vesturlands fær nýjan sorptroðara

Skömmu fyrir jóla afhenti Mest ehf. Sorpurðun Vesturlands nýjan sorptroðara af Bomag gerð til notkunar í Fíflholtum. Um er að ræða sérhannaða vinnuvél til að minnka umfang sorps og nýta land betur til urðunar.  Á troðaranum er öflugur gálgi sem nýtist til að moka og ýta sorpi í gryfjur. Aðalvél tækisins skilar 304 hestöflum enda þarf mikið afl til að knýja 30 tonn af stáli. Tæki sem þetta er um margt ólíkt öðrum vinnuvélum. Munurinn er m.a. sá að hjólin eru úr stáli með gríðarlega öflugum göddum sem mala allt sem ekið er yfir mélinu smærra.  Allur búnaður tækisins er sérstaklega varinn fyrir ágangi járns, steypu og annars úrgangs sem fellur til á urðunarsvæðinu.

Að sögn Hrefnu B Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Sorpurðunar Vesturlands kostar nýi sorptroðarinn um 26 milljónir króna og kemur hann í stað eldri troðara og afkastaminni sem fyrirtækið á.

 

Á myndinni eru fulltrúar úr stjórn Sorpurðunar Vesturlands ásamt framkvæmdastjóra og fulltrúum frá Mest ehf., söluaðila Bomag vinnuvéla hér á landi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is