Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2007 01:49

Björgunarsveitir að ná til ferðalanganna

Björgunarsveitarmenn frá OK og Heiðari í Borgarfirði hafa nú náð til ellefu manna hópsins sem setið hefur fastur í jeppum sínum í hlíðum Langjökuls að vestanverðu frá því í gær. Er leiðangurinn nú á leið til byggða. Ferð björgunarsveitarmannanna hefur tekið um átta klukkustundir. Færðin er afar slæm og foráttuvitlaust veður hefur verið á Kaldadal og við jökulinn í allan dag og sóttist því björgun fólksins seint. Vindmælir á snjóbíl frá Heiðari hefur mælt yfir 100 m./sek vindhraða í verstu hviðunum og gefur það skýrari mynd en flest annað um þær hrikalegu aðstæður sem björgunarfólk hefur sett sig í við björgunina.

Um er að ræða ellefu manna hóp fólks úr Reykjavík sem hélt á jökulinn á sjö bílum í gær. Ekkert amaði að fólkinu sem hafði þjappað sér saman í þrjá bíla þegar að var komið. Björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði eru á tveimur sérútbúnum jeppabifreiðum auk snjóbíls. Þá er von á viðbótartækjakosti og mannskap frá Reykjavík á svæðið sem og björgunarsveitarmenn frá Akranesi til aðstoðar.

 

Björgunaraðgerðum er stýrt úr stjórnstöð Landsbjargar, svæðisstjórn 4 sem staðsett var á Akranesi. Þar var meðfylgjandi mynd tekin í morgun. Fremst á myndinni er Lárus Guðlaugsson sem stýrði samhæfingaraðgerðum frá svæðisstjórn 4 í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is