Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2007 03:02

Björgun flugvélar af Úlfsvatni

Vaskur hópur manna vann í gær við að ná lítilli einkaflugvél af ísilögðu Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði og tókst björgun vélarinnar eftir sólarhringsleiðangur. Vélinni var lent á vatninu sl. föstudag og náði flugmaður hennar ekki að koma henni á loft aftur vegna hálffrosins krapa sem var á vatninu. Að sögn Snorra Jóhannessonar, formanns björgunarsveitarinnar Ok í Borgarfirði og eins leiðangursmanna gekk ferðin vel. “Þetta var í raun allflókin aðgerð þar sem aðstæður á vatninu voru þannig að frosið krap hamlaði því að hægt var að ná vélinni á loft. Því var brugðið á það ráð að festa á hjólabúnað vélarinnar eins konar skíði og draga vélina þannig með snjósleðum upp á vatnsbakkann. Þar sem ekki var hægt að koma stóru flutningatæki yfir Norðlingafljót var þyrla fengið til að hífa vélina suðurfyrir fljótið þar sem stórvaxinn þriggja öxla vörubíll með drifi á öllum hjólum og krana tók vélina á pallinn og ók henni niður í Húsafell.

Það stóð á endum að þegar verið var að koma vélinni inn í flugskýlið í Húsafelli í nótt þá byrjaði að hvessa af lægðinni sem gekk yfir landið í nótt og í morgun,” sagði Snorri.

 

 

Mynda úr leiðangrinum er að vænta síðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is