Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2008 09:28

Fimm milljóna króna áheit hefur ávaxtað sig

Á 75 ára afmæli Verkalýðsfélags Borgarness, þann 22. mars árið 2006, ákvað félagið að gefa Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 5 milljónir króna til endurbóta á húsakosti heimilisins og skyldi gjöfin afhent þegar framkvæmdir hæfust. Var gjöfin afmörkuð tímanlega við áramótin 2007-2008, þannig að ef framkvæmdir væru ekki hafnar við þau áramót, þá félli hún niður. Á gamlársdagsmorgun var undirrituð staðfesting á yfirlýsingu Sparisjóðs Mýrasýslu og Borgarbyggðar frá því vorið 2007 þar sem kveðið var á um aðkomu þessara stofnana að framkvæmdum við DAB. Með yfirlýsingunni varð endanlega ljóst að af framkvæmdum yrði og afhenti því verkalýðsfélagið áheit sitt.

Þá hefur staðan á hönnun endurbóta og nýbyggingar verið kynnt forsvarsmönnum verkalýðsfélagsins sem nú í dag heitir Stéttarfélag Vesturlands.  Eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir þá samþykkti stjórn Stéttarfélags Vesturlands að afhenda DAB gjöfina ásamt áunnum fjármagnstekjum af upphaflegri upphæð.  Þannig að DAB áskotnuðust á gamlársdag í framkvæmdasjóð sinn krónur 6.002.030.

“Aðkoma Stéttarfélagsins er okkur gríðarlega mikilvæg á þessum tímapunkti. Hönnun er í fullum gangi og við stefnum að því að byggingarnefndarteikningar að stærra og endurbættu húsnæði verði klárar núna í janúar þannig að ef allt gengur eftir, þá getum við hafið framkvæmdir á fyrri hluta þessa árs,” sagði Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri DAB í samtali við Skessuhorn. Hann segir að um verði að ræða nýbyggingu við dvalarheimilið og þegar hún verði tekin í notkun verði eldra húsnæði lagfært. Þannig verður ekki um að ræða fjölgan heimilisfólks heldur fyrst og fremst húsnæðið lagað að nútíma þörfum. Á þessu ári verða 37 ár liðin frá því elsti hluti DAB hússins við Borgarbraut 65 var tekinn í notkun. Síðan var byggt við húsið 1975 og aftur 1983. “Húsinu hefur hinsvegar verið vel við haldið en eins og gengur þá þarf endurbóta við. Þannig munu t.d. tvíbýli heyra sögunni til þegar stækkun og endurbótum verður lokið, nema sérstakar aðstæður krefjast annars,” sagði Bjarki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is