Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2008 07:18

Öflug iðnmenntun grunnurinn að sterku iðnaðarsvæði

Alþingismenn hafa verið á yfirreið um kjördæmið síðustu daga. Þingmaður og varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs, Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir litu inn á ritstjórn Skessuhorns milli þess sem þau funduðu með sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar í gær.

„Við byrjuðum daginn í Hvalfjarðarsveit og fengum leiðsögn heimamanna inn í Hvalfjarðarbotn þar sem við skoðuðum gömlu herstöðina og hlýddum á sjónarmið heimamanna, en þarna hefur ríkið verið að selja auglýstar eignir án nokkurs samráðs við sveitarfélagið um þau mál. Við tókum einmitt upp þetta mál á Alþingi rétt fyrir jólin, en fengum þá ekki rök fyrir því af hverju væri staðið svona að málum. Það er líka umhugsunavert að gera Hvalfjörð að almennri birgðastöð fyrir olíu og bensín, án þess að fram hafi farið námvæm úttekt á öryggisreglum og  þeim sé framfylgt,“ segir Jón Bjarnason.

Þau Jón og Guðfríður Lilja viku að samgöngumálunum, en í nýafgreiddum fjárlögum er varið auknu fjármagni til tengivega á Vesturlandi á næsta ári, eða um 700 milljónum króna. „Nú skiptir máli að sveitarfélög og heimamenn fylgi því vel eftir að vegirnir hér í hring komist inn á þessa forgangsáætlun, svo sem eins og vegamótin á þjóðvegi eitt hér við Akranes. Fyrst að verið er að opna á þessu möguleika þá skiptir máli að vegirnir verði tilbúnir,“ sagði Jón.

Aðspurður um hvort sveitarstjórnir hér á svæðinu beindu erindum sínum til þingmanna Vinstri-grænna, sagði Jón að það kæmu beiðnir frá sveitarstjórnum og einstökum stofnunum. „Við leggjum mikla áherslu á uppbyggingu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og viljum hafa hann sem allra öflugustan. Við kappkostum að standa vörð um iðnmenntunina hér á svæðinu. Öflug iðnmenntun hefur verið aðall Akraness um áratugi og lagt grunninn hér að öflugu iðnaðarsvæði,“ segir Jón Bjarnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is