Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2008 09:11

Sveitarstjórnirnar álykta um samgöngumál

Á sameginlegum fundi sveitastjórna Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar sem haldinn var í Borgarnesi fyrir skömmu var stofnað til samkomulags um samvinnu á sem flestum sviðum um sveitarstjórnarmál milli nefndra aðila. Eftirfarandi ályktun og krafa er sett fram af hálfu þessarra sveitarfélaga:

Hafist verði handa nú þegar við vegtengingu milli Kjalarness og Reykjavíkur. Fundurinn skorar á ríkisvaldið að hefja þegar framkvæmdir í framhaldi af samkomulagi Spalar og Vegagerðarinnar um tryggingu fjármagns til að hefja tvöföldun vegarins um Kjalarnes og og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Álag á umrædda vegtengingu er langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir, umferðartafir eru farnar að standa í vegi fyrir eðlilegu samkeppnisumhverfi auk gífurlegs hættuástands sem er viðvarandi vegna umferðarþunga.

Íbúar nefndra sveitarfélaga ásamt starfsmönnum Norðuráls og Íslenska Járnblendfélagsins eru mjög háðir leiðinni um Hvalfjarðargöng, meira en flestir aðrir landsmenn. Gjaldtaka vegna gangnanna er sérstakur skattur á íbúa svæðisins og er krafa sveitarstjórnanna að njóta jafnræðis við aðra landsmenn  með því að gjaldtakan verði aflögð.

 

Þá tekur fundurinn undir kröfur aðalfundar SSV sem eru eftirfarandi: Vegtenging frá Sæbraut yfir á Kjalarnes, tvöföldun þjóðvegar frá Hvalfjarðargöngum að Bifröst í áföngum. Auknum umferðarþunga á vegum verði nú þegar mætt, á vissum köflum, með 2+1 vegi sem nýtist þegar framtíðarvegur 2+2 er byggður upp á leiðinni Reykjavík – Bifröst. Nú þegar verði hafinn undirbúningur að færslu þjóðvegar eitt við Borgarnes og ný veglína hefur verið sett í umhverfismat.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is