Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2008 09:11

Ungmenni uppvís að stórfelldum fjársvikum

Síðastliðinn fimmtudag barst lögreglunni á Akranesi kæra Sparisjóðsins þar í bæ vegna fjársvika. Reyndist um að ræða mál þar sem um 6,5 milljónir króna höfðu verið teknar út af reikningi í heimildarleysi og millifærðar á nokkra aðila. Ljóst var að málið var talsvert að umfangi og var því leitað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra eftir aðstoð og síðan óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tæki yfir rannsókn málsins. Strax á fimmtudagskvöld var eigandi reikningsins sem notaður var handtekinn og allan föstudag stóðu yfir handtökur og yfirheyrslur og fylltust fangageymslur lögreglunnar á Akranesi um tíma vegna málsins. Rannsókn gekk hratt fyrir sig og voru sjö ungmenni á aldrinum 17 ára til liðlega tvítugs handtekin og yfirheyrð vegna málsins. Játningar liggja fyrir og leiddi rannsóknin í ljós að verulegur hluti peninganna voru notaðir til fíkniefnaviðskipta.

Málið er enn í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og er ekki frekari frétta að vænta af því fyrr en líður á næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is