Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2008 10:42

Vesturlandsliðin á sigurbraut

Skallarnir áttu góðan leik á þrettándanum
Vesturlandsliðin unnu bæði góða sigra á heimavöllum sínum um helgina, í Borgarnesi og í Stykkishólmi. Snæfell fékk Njarðvíkinga í heimsókn á laugardaginn og sýndu mikinn styrk með öruggum sigri 74:67. Á þrettándanum komu síðan Stjörnumenn í Borgarnes. Skallagrímsmenn voru í ham og völtuðu yfir Garðbæingana, 89:64.

Það var allt annar bragur á leik Snæfells núna í byrjun ársins en fyrr í vetur. Baráttan skilaði sér nú að nýju inn í leik liðsins og það var ekki að sökum að spyrja. Strax í upphafi var sýnt hvert stefndi, þótt jafnræði væri með liðunum framan af og mikið skorað. Eftir að jafnt var að loknum fyrsta leikhluta, 25:25, tók Snæfell leikinn í sínar hendur og herti jafnt og þétt tökin. Staðan í leikhléi var 39:33 og munurinn var síðan kominn upp í 10 stig við lok þriðja leikhluta, 54:44. Njarðvíkingum tókst aðeins að klóra í bakkann í síðasta fjórðungnum þegar þeir söxuðu forskot heimamanna niður í fjögur stig, 52:56, en Snæfellingar bitu í skjaldarrendur á ný og komust aftur í tíu stiga forskot. Lokastaðan varð síðan 74:67.

Justin Shouse var stigahæstur í liði Snæfells með 17 stig, Ingvaldur Magni Hafsteinsson gerði 13, sem og Hlynur Bæringsson, Slobodan Subasic skoraði 12, Sigurður Þorvaldsson 11, Anders Katholm 5 og Árni Ásgeirsson 3.  Hjá Njarðvík var Damon Bailey stigahæstur með 23, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 18 og Brenton Birmingham 15.

 

Rótburstuðu gestina

Þrátt fyrir að skarð væri fyrir skildi hjá Skallagrími, þar sem Axel Kárason og Milojica Zekovic voru fjarri góðu gamni, hreinlega völtuðu heimamenn yfir gesti sína í Borgarnesi. Strax eftir fyrsta leikhluta mátti sjá ótrúlegar tölur, 22:8, og staðan í leikhléi var 47:24. Þá var leikurinn í raun búinn. Garðbæingunum tókst síðan að halda í horfinu í þriðja leikhluta, en heimamenn gáfu ekkert eftir og lönduðu frábærum sigri, 89:64 í einum sínum besta leik í vetur.

Skallagrímsliðið í heild lék mjög vel. Þeir Allan, Flake, Hafþór, Pálmi og Pétur áttu allir frábæran leik. Þá leystu þeir Óðinn, Sigurður og Áskell sín hlutverk mjög vel þegar hvíla þurfti þessa lykilmenn. Óhætt er að segja að frammistaða Péturs Más og Pálma hafi staðið uppúr, en þeir léku báðir frábærlega og stigu vart feilspor. Darrel Flake var óstöðvandi eins og oft áður.

Stig Skallagríms: Darrel Flake 29, Pétur Már Sigurðsson 26, Allan Fall 16, Hafþór Gunnarsson 11, Pálmi Sævarsson 6 og Sigurður Þórarinsson 1. Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Dimitar Karadzovski 17, Fannar Helgason 16 og Mansour Mbye 16.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is