Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2008 02:49

Vör með hæstu fjárveitingu til safna- og menningarmála

Í nýsamþykktum fjárlögum er rúmum 135 milljónum króna varið til safna, menningarmála og ferðaþjónustu á Vesturlandi frá ríkinu. Hæsta einstaka framlagið er frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til Varar, sjávarrannsóknarseturs í Ólafsvík, upp á 25 milljónir króna. Næsthæsta upphæðin er til  Unglingalandsmóts UMFÍ í Grundarfirði sem halda á þar í bæ árið 2009 en það verkefni fær 15 milljónir króna. Byggðasafnið á Görðum á Akranesi fær 13 milljónir króna, þar af 12 milljónir til viðgerða á Kútter Sigurfara. Safnahúsið í Búðardal fær 10 milljónir samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið.  Í stofnkostnaðarframlög er 10 milljónum króna varið í styrk við Landnámssetrið í Borgarnesi og sama upphæð fer til niðurrifs frystihússins í Flatey. Einnig fá ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal 10 milljónir króna.

Á lið yfir söfn og ýmiss framlög er Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundarfirði með 6 milljónir. Að auki fær Eyrbyggja 600 þúsund í styrk til útgáfu á sögulegum fróðleik. Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum fær af fjárlögum 3 milljónir króna, sem og Safn Leifs Eiríkssonar í Dalabyggð og Vatnasafnið í Stykkishólmi. Byggðasafnið á Görðum fær auk þess sem áður var talið 2 milljónir til útisýngarsvæðis og sömu upphæð til Íþróttasafns Íslands auk einnar milljónar í Steinaríki Íslands sem er einnig að Görðum. Landbúnarsafn Íslands á Hvanneyri fær 2 milljónir króna. Þá fær Sjávarsafn í Ólafsvík eina milljón króna, sem og Sagnamiðstöð Íslands í Grundarfirði, en Stulustofa í Dölum fær minna, eða 800 þúsund kr.

Reykholtshátíð, tónlistarhátíðin fær 3 milljónir. Til útgáfumála fær Reykholtsverkefnið 2 milljónir af fjárlögum og Snorrasambandið fær 1,5 milljón til útgáfu ævisögu Snorra Sturlusonar.

Undir lið til ferðamála er 2,1 milljónum varið til flotbryggju í Flatey á Breiðafirði. Hákarlasýning og gestastofa í Bjarnarhöfn fær 2 milljónir. Reykhólahreppur fær samgöngustyrk út í Skáley og Flatey á Breiðafirði upp á eina og hálfa milljón. Þá er 200 þúsundum varið til lendingarbóta á Búðum og Hellnum á Snæfellsnesi. Í flokki yfir ýmiss framlög fær endurhæfingarklúbbur fyrir öryrkja á Akranesi eina og hálfa milljón króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is