Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2008 09:28

Sjö ungmenni á Akranesi kærð fyrir umboðssvik

Lögreglan á Akranesi handtók síðastliðið fimmtudagskvöld eiganda reiknings í Sparisjóðnum á Akranesi fyrir að hafa notfært sér villu í reikningi sínum til að taka út 6,5 milljónir króna í heimildarleysi og millifæra á nokkra aðila. Rannsókn málsins gekk hratt fyrir sig og voru sjö ungmenni á aldrinum 17 ára til liðlega tvítugs handtekin og yfirheyrð vegna málsins. Játningar liggja fyrir en aðeins 860 þúsund krónur hafa skilað sér til baka til Sparisjóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem nú fer með rannsókn málsins, virðist sem afganginum, rúmum 5,5 milljónum króna, hafi að mestu verið eytt í fíkniefnakaup, greiðslu fíkniefnaskulda og ýmiss konar neyslu.

“Það virðist liggja ljóst fyrir hvað gerðist og yfirheyrslum er nærri lokið. Við eigum þó enn eftir að yfirheyra örfáa einstaklinga til viðbótar, klára gagnaöflun og hnýta ýmsa lausa enda,” segir Sveinn Ingiberg Magnússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir að ungmennin verði kærð fyrir umboðssvik en ekki fjársvik líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum en tekur fram að refsiramminn sé sá sami. Hvað fordæmi fyrir slíkum glæpum varðar segir hann að þess séu dæmi að villa í tölvukerfum hafi gert úttektir mögulegar í heimildarleysi. “Það hefur þó ekki gerst með þessum hætti áður.”

Þorkell Logi Steinsson, útibússtjóri Sparisjóðsins segir að úttektirnar af umræddum reikningi hafi hafist í lok nóvember. “Reikningurinn virðist hafa farið beyglaður inn í kerfið að því leytinu til að hann leyfði heimildarlausar úttektir og millifærslur. Þessar færslur tóku flugið um jólin og 90% þeirra áttu sér stað síðustu vikuna í desember. Eftir það rákumst við á þetta í gögnum og höfðum samband við lögreglu.” Þorkell segist viss um að tilfellið sé einangrað en vill ekki tjá sig um hvort um mannleg mistök hafi verið að ræða. Hann segir að unnið sé að því að fyrirbyggja að slíkt tilfelli komi upp aftur. “Þegar svona eldar kvikna reynir maður fyrst að hefta útbreiðslu þeirra og svo að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að þeir geti kviknað annarsstaðar.” Þorkell segir málið að öðru leyti alfarið í höndum lögreglunnnar. “Þetta mál fer bara sína leið í kerfinu eins og önnur.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is