Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2008 02:48

Samanhópurinn fundaði á Akranesi

Samanhópurinn vinnur að forvörnum svo sem í tengslum við atburði þar sem líklegt er að aukning verði á neyslu vímuefna meðal ungmenna. Dæmi um slíka atburði eru samræmd próf, 17. júní, verslunarmannahelgi og áramót. Sl. mánudag hélt Saman-hópurinn sinn fyrsta fund á nýju ári í bæjaþingsalnum á Akranesi. Akraneskaupstaður gerðist aðili að Saman-hópnum í september s.l. og í Borgarbyggð í nóvember.

Saman-hópurinn varð til um áramótin 1999-2000 þegar hópur fólks tók sig saman og stóð að hvatningarátaki undir yfirskriftinni ,,Fjölskyldan saman á tímamótum.” Átakið fólst m.a. í því að póstkortum var dreift inn á heimili landsmanna, auglýsingar birtust í ýmsum fjölmiðlum og greinar voru ritaðar í dagblöð. Átakið var endurtekið ári síðar.  Markmið sem hópurinn setti starfseminni var m.a. að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. Þeir sem standa að hópnum eiga það sammerkt að vinna á einhvern hátt með og fyrir börn og unglinga.

Starf hópsins miðar að því að styrkja og styðja foreldra í sínu uppeldishlutverki. Skilaboðin eru um mikilvægi ábyrgðarinnar á umönnun og uppeldi barna sinna og þar er lögð áhersla á að foreldrar verji sem mestum tíma með börnum sínum. Því er beint til foreldra, með skýrum hætti, að þeir kaupi ekki eða veiti börnum áfengi – og bent á að þar setja landslög mörkin við 20 ára aldur – að virtar séu reglur um útivistartíma og bent á þær hættur sem eftirlitslaus partý, útihátíðir og neysla áfengis og annarra vímuefna setur börn þeirra í.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is