Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2008 01:57

Fimm ökumenn sviptir á staðnum

Eftir að öndunarsýnatæki var tekið í notkun hjá lögreglunni á Akranesi í byrjun desember sl., hafa fimm ökumenn verið sviptir ökuréttindum á staðnum. Sá sem var með lægst áfengismagn í útöndunarlofti mældist með 0,65 mg í lítra lofts. Það þýðir að svipting hans mun verða um eitt ár ef um fyrsta brot er að ræða.  Síðastliðið ár tók lögreglan á Akranesi 90 ökumenn fyrir ölvun við akstur og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í liðinni viku voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur auk þess sem nokkrir hlutu sektir fyrir önnur umferðarlagabrot. Tveir voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Var sá sviptur ökurétti á staðnum enda með með hátt magn áfengis í útöndunarlofti. 

Þrenn tilvik af eignaspjöllum voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Í einu tilviki hafa einhverjir óprúttnir aðilar eða óvitar gert sér það að leik að setja sprengjur inn í boltavél við golfvöllinn. Tjón var mikið enda um mjög dýra vél að ræða. Þó svo áramótin hafi verið róleg hjá lögreglunni á Akranesi var síðasta vika annasöm. Mál varðandi fjársvik í Sparisjóði Akraness þar sem nokkur ungmenni tóku rúmlega 6,5 milljónir út af reikningi í heimildarleysi krafðist mikils tíma og mannafla, auk þess sem nokkur fíkniefnamál voru upplýst í vikunni. Í öllum tilvikum var um lítilræði af efnum að ræða sem ætluð voru til eigin neyslu og teljast málin öll upplýst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is