Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2008 03:22

VV taka yfir rekstur Landflutninga í Borgarnesi

Um áramótin tóku VV-flutningar yfir rekstur Landflutninga í Borgarnesi. Eigandi VV er Einar Páll Pétursson. Engu starfsfólki þurfti að segja upp vegna breytinganna. Ríkharður Örn Jónsson starfsmaður VV-flutninga sagði í samtali við Skessuhorn að starfsemi VV-flutninga verði í húsinu við Engjaás til að byrja með. „Við leigjum aðstöðuna af Landflutningum eitthvað fram á árið en ég veit að húsnæðið er til sölu og Loftorka hefur forkaupsrétt að því. Það á ekki að verða nein breyting fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna. Við flytjum áfram vörur úr Reykjavík hvort sem þær eru á vegum Flytjanda eða Landflutninga. Eina breytingin er að nú fá VV-flutningar tekjurnar fyrir þessa flutninga en bera að sjálfsögðu einnig kostnaðinn.“

Aðspurður sagði Ríkharður jafnframt að engu starfsfólki hefði verið sagt upp í kjölfar þessara breytinga. Skrifstofustúlkan hefði fært sig til BM-Vallár og Júlíus Jónsson sem verið hefði rekstarstjóri Landflutninga í Borgarnesi hefði skipt um starfssvið og ekur nú bílnum sem dreifir vörum í dreifbýlið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is