Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2008 08:34

Aukið fuglalíf vegna síldargengdar á Breiðafirði

Undanfarna daga hefur staðið yfir árleg vetrarfuglatalning vítt og breitt um landið en Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um þessar árlegu talningar. Á vef Náttúrustofu Vesturlands kemur fram að við sunnanverðan Breiðafjörð voru að þessu sinni talin þrjú svæði en tvö þeirra hafa verið talin árlega undanfarin ár. Jón Einar Jónsson taldi svæði við Álftafjörð og Tómas G. Gunnarsson taldi fugla við Stykkishólm en báðir eru starfsmenn Háskólaseturs Snæfellsness. Róbert A. Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands, taldi svæði sem nær frá Eiði við vestanverðan Kolgrafafjörð að vegfyllingu yfir Hraunsfjörð; svæði sem hann hefur nú talið árlega frá því í janúar 2001. Að þessu sinni sá hann 19 fuglategundir og voru fuglar nú fleiri en nokkru sinni frá því vöktun þessa svæðis hófst eða 3.554. 

Óvenjulega mikil síld hefur haldið til í sunnanverðum Breiðafirði undanfarna mánuði eins og fram hefur komð í Skessuhorni. Kemur það greinilega fram í niðurstöðum talninganna við Stykkishólm og Kolgrafafjörð, þar sem óvenjulega mikið var af þeim fuglategundum sem helst sækja í uppsjávarfisk, t.d. máfum, skörfum, toppöndum og teistum. Á svæði Náttúrustofunnar voru t.a.m. sjö sinnum fleiri svartbakar og um þrisvar sinnum fleiri hvítmáfar en þeir höfðu áður verið flestir. Einnig er athyglisvert að æðarfugli hefur fjölgað nokkuð jafnt og þétt á svæðinu á síðustu 8 árum en ekki er vitað hvort sú fjölgun stafar af raunverulegri fjölgun æðarfugla eða tilflutnings á milli svæða.

Finna má nánari upplýsingar um niðurstöður vetrarfuglatalninga, þ.á.m. á öðrum svæðum á Vesturlandi, á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is