Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2008 03:03

Enginn læknaskortur í Búðardal

Vegna fréttar sem birtist í nýútkomnu Skessuhorni um að lækni og sjúkraflutningamenn vanti í Snæfellsbæ vill Þórður Ingólfsson yfirlæknir í Búðardal taka fram að enginn læknaskortur sé í Búðardal og svo hafi ekki verið í áratugi. Í umræddri frétt segir Björg Bára Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Ólafsvík að ástæðan fyrir læknaskorti á starfssvæði stöðvarinnar sé sú að skortur sé á læknum um land allt. „Sömu erfiðleikar eru uppi víða annars staðar svo sem í Stykkishólmi, Búðardal og á Akranesi.“ Þórður segir að í marga áratugi hafi tveir læknar verið starfandi við Heilsugæslustöðina í Búðardal. „Ég er sjálfur búinn að vinna hér í rúm þrettán ár. Læknirinn sem starfar með mér hefur verið hérna í tæp sex ár og svo hefur verið með forvera hans, þeir hafa allir unnið hér í fimm ár eða lengur.

Á Heilsugæslunni í Búðardal hefur því verið mikill stöðugleiki í læknamálum. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst af því að hér er svo gott að búa,“ sagði Þórður Ingólfsson yfirlæknir.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is